Að tapa ekki gleðinni

24.05.2019 | Andi

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu.

Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og aðra. Finndu þinn innsta kjarna og vertu honum trúr. Segðu NEI þegar þú vilt ekki gera eitthvað sem þú þarft ekki að gera.

Mundu að hver dagur er dýrmætur og einstakur. Leggðu stund á það sem þú hefur virkilega ánægju af. Taktu frá stund fyrir sjálfan þig og bættu inn í skipulag hvers einasta dags. Hvað kveikir á gleðinni?

Notaðu tíu mínútur daglega til þess að íhuga þakklæti líðandi stundar. Æfðu þig í því að sjá þakklæti í mismunandi ljósi og aðstæðum.

Settu þér reglur um notkun snjallsímans og skildu hann eftir þegar þú ferð út að “leika”. Nýttu hvert tækifæri sem gefst til þess að vera í flæðinu og upplifa líðandi stund. Finndu þitt persónulega jafnvægi á milli athafna eins og vinnu og frítíma, einveru og samverustunda, hreyfingar og hvíldar, matar og föstu. Sjáðu þetta fyrir þér eins og flóð og fjöru. Færðu næga hvíld?

Berðu næga virðingu fyrir sjálfum þér og líkama þínum til þess að næra þig almennilega? Ekki gleyma samt að njóta og mundu að allt er gott í hófi nema það sem þú einfaldlega þolir ekki vegna ofnæmis eða óþols. Það sama á við um áfengi og önnur ávanabindandi lyf. Andleg og líkamleg heilsa eru systur og haldast í hendur. Hversu mikils virði er heilsan þér?

Taktu til í hausnum á þér, losaðu þig við óþarfa flækjur og hentu jafnt og þétt út neikvæðri orku. Talaðu upphátt við aðra um hluti sem trufla þig.

Lifðu lífinu á eigin forsendum burtséð hvað öðrum kann að finnast um hitt og þetta. Gefðu sjálfum þér leyfi til að vera þú sjálf/ur með engan filter!

Komdu á framfæri því sem þér brennur í brjósti. Taktu pláss. Skiptu um skoðun ef það er málið. Engin umræða er umræða án alvöru skoðanaskipta!

Finndu hvernig nýjar upplifanir, mismunandi hópar fólks og aðstæður geta kveikt á fleiri, ferskari hugmyndum. Vertu meðvitaður um hvenær það er viðeigandi að nota gagnrýna hugsun en einnig hvenær þú ættir að tileinka þér aukið fordómaleysi gagnvart fólki og aðstæðum. Að læra eitthvað nýtt eru forréttindi sem ekki öllum er gefið. Njóttu þess!

Mundu að samanburður við annað fólk getur aldrei gefið rétta útkomu. Við ferðumst á mismunandi hátt og á mismunandi hraða í gegnum lífið, fáum misjafnlega gefið í lífinu og erum öll einstök. Að bera sig saman við aðra getur því aldrei verið annað en ein stór ranghugmynd.

Ef andinn er þungur og þér líður eins og ekkert geti hjálpað er fyrsta skrefið að leita eftir hjálp. Öll þurfum við á öðru fólki að halda sem getur hjálpað þegar mótlæti eða áföll banka að dyrum. Vertu opinn fyrir öllum mögulegum leiðum út úr vandanum. Kyngdu stoltinu og segðu já við leiðsögn. Mundu það eru margar leiðir að betri líðan.

Settu þér raunhæf markmið og taktu eitt skref í einu.

Gangi þér vel!

 

Kristjana Björg Sveinsdóttir

Um ofbeldi og áfallabyrði

Um ofbeldi og áfallabyrði

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...