Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

21.06.2019 | Næring, Uppskiftin

Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo Jeera en það er einfaldur en afar bragðgóður réttur. Indland býr yfir einstakri matarmenningu og matur spilar afar mikilvægan þátt í öllum samkomum. Hvert fylki hefur sína sérstöku matarmenningu sem byggir á hráefnum hvers staðar, t.d. borðar fólk á suður Indlandi hrísgrjón, mikinn fisk og rétti með kókos en á norðurhluta Indlands er algengt að borða indverskt hveitibrauð og kjöt í sósu sem innihalda hnetur eða rjóma. Ammu hefur búið með fjölskyldu sinni á Íslandi í átján ár en þau hjónin leggja mikla áherslu á að matreiða indverskan mat svo börnin þeirra tengist Indlandi og menningunni þar sterkari böndum.

Í réttinn þarf eftirfarandi hráefni:

 • 3 miðlungsstórar soðnar, flysjaðar kartöflur, skornar í bita
 • 2-3 matskeiðar olía
 • 2 teskeiðar kúmen
 • 1 grænn chilí, skorin smátt eða 1/2 teskeið chilí krydd (hægt er að nota hvoru tveggja ef ykkur líkar sterkur matur)
 • 2,5 cm af engifer, smátt skorin
 • 1/2 teskeið túrmerik krydd
 • 1/2 teskeið salt
 • 2-3 teskeiðar af skornu kóríander (eftir smekk)
 • Safi úr hálfri sítrónu

Leiðbeiningar:

 1. Hitið olíu á pönnu við miðlungshita.
 2. Þegar olían er orðin heit bætið þið við kúmenkryddinu.
 3. Látið kryddið krauma á pönnunni og lækkið þá hitann.
 4. Bætið þá við grænu chilí, engifer og steikið þangað til að engiferinn byrjar að breyta um lit.
 5. Bætið soðnu, skornu kartöflunum út á pönnuna og blandið öllu saman með því að kasta hráefnunum létt upp í loftið á pönnunni (sjá mynd).
 6. Bætið við, túrmerik, chilli kryddi (ef það er notað) og salti.
 7. Blandið restinni af kryddunum saman við kartöflurnar.
 8. Eldið kartöfluflurnar í 2-3 minútur á miðlungshita, ef þið viljið að kartöflurnar séu aðeins stökkar, lækkið þá hitann og leyfið þeim að verða gylltar eða örlítið brúnar.
 9. Passið samt að brenna ekki kryddin.
 10. Kreistið ferskan sítrónusafa yfir réttinn og skreytið með smátt skornum kóríanderlaufum.

Þessi réttur á uppruna sinn að rekja til indverska fylkissins Punjab. Hann er eldaður á heimilum um allt Indland, því hann er bragðgóður og mjög fljótlegur í gerð, sérstaklega ef þú ert með tilbúnar soðnar kartöflur í ísskápnum. Þessi réttur er ekki sterkur og er fullkomin viðbót við karrý og indversk brauð eins og puris eða rotis (Indversk flatbrauð) og einnig með grilluðum kjúkling eða lambakjöti.

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Veganúar dró dilk á eftir sér

Veganúar dró dilk á eftir sér

Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...

Fljótlegur baunaréttur

Fljótlegur baunaréttur

Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Það er okkur mikil ánægja að kynna matreiðslumeistarann hann Sebastian Wojnar sem kemur frá Póllandi en er einnig með ítalskar rætur. Sebastian sem starfar nú tímabundið á Íslandi hefur lengi haft það á dagskránni að ferðast til Íslands en það hefur alltaf verið...