Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

16.01.2020 | Næring, Uppskriftin

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í norðrinu yfir dimmasta tímann. Ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að njóta þegar sól er hátt á lofti en rétturinn er einmitt undir áhrifum frá indverska eldhúsinu.

Innihald:

 • 2 dósir kjúklingabaunir, llífrænar, himnesk hollusta
 • 1 stór laukur eða 2 litlir, saxaðir 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 5 cm ferskt engifer, rifið
 • 1-2 rauðir chilli, saxaðir
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk kóríander
 • ½ tsk chilli duft, má sleppa
 • 1 tsk Hot madras, fæst í Asíu markaði eða tazza masala frá pottagöldrum
 • ½-1  bolli grísk jógúrt
 • 1 msk garam masala 1 dós kókosmjólk, feit
 • 1 dós niðursoðnir kirsuberjatómatar, lifrænir
 • 1 msk púðursykur, smakkið til, má vera meira eða minna
 • 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
 • hnefafylli af fersku kóríander, saxað
 • grísk jógúrt
 • 2 lúkur fersk spínat

Aðferð:

 1. Hitið olíu á pönnu
 2. steikið lauk þangað til að hann er orðinn glær og sætur,
 3. bætið þá engifer, chilli, hvítlauk saman við og hrærið saman í 2-3 mín.
 4. Bætið við tómtötum, kókosmjólkinni og kjúklingabaununum og hrærið saman,
 5. látið hitna vel, bætið restinni af kryddi saman við og smakkið til með sykrinum.
 6. Látið hitna upp að suðu og þá lækkið undir pottinum og leyfið að malla.
 7. Áður en rétturinn er borinn fram er ferska spínatið látið út í réttinn og aðeins hrært saman,
 8. síðast eru laukhringum dreyft yfir og svo fersku kóríander
 9. berið fram með grískri jógúrt ef vill. 

Naan brauð gera gott betra:

Fyllt naan með kókos og möndlum 

10-12 stk.

 • 500 g hveiti
 • ½ tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. þurrger
 • 250 ml vatn
 • 5 msk. olía
 • 50 g brætt smjör eða olía

Kókos- og möndlufylling

 • 1 bolli kókosmjöl
 • 60 g þurristaðar möndluflögur
 • 160 ml kókosrjómi (1 lítil dós)
 • 5-6 mjúkar ferskar döðlur
 • 2 msk. agavesíróp
 • Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel sama

Aðferð:

 1.  Hitið vatn í 37°C, hitastigið finnið þið best með fingrinum eða eldhúshitamæli ef hann er til.
 2.  Stráið geri og sykri yfir volga vatnið og látið standa þar til gerið fer að freyða, getur tekið 4-7 mín.
 3.  Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál.
 4.  Búið til holu í miðjunni á hveitiblöndunni og hellið gerblöndunni þar ásamt olíunni
 5.  hrærið saman og látið standa í um 1 klst. Hitið ofninn í 200°C.
 6.  Hnoðið deigið aftur þegar það hefur tvöfaldast, bætið við hveiti ef þarf.
 7.  Skerið deigið í 10-12 jafnstóra hluta og fletjið út í hringi.
 8.  Smyrjið fyllingunni á en passið að skilja eftir u.þ.b. 1 cm brún.
 9.  Leggið hliðarnar saman og lokið með því að pressa endunum saman með fingrunum.
 10.  Rúllið varlega yfir með kökukefli til að lengja brauðið.
 11.  Bakið í u.þ.b. 20 mín. og penslið með smjöri eða olíu þegar brauðið kemur úr ofninum.

Ef þið viljið kynna ykkur girnilega grænkerarétti Hönnu Hlífar þá er um að gera að verða sér út um eintak af bókinni Eldhús grænkerans.


Ljósmynd: Rut Sigurðardóttir

Veitingar vorsins

Veitingar vorsins

Ævintýri Sono Matselja hófst síðasta sumar á Flateyrarvagninum og fyrr á þessu ári vöktu þær mikla athygli á Götumarkaðnum með dýrindis grænkeramat. Þær opnuðu veitingastað sinn í Norræna húsinu ekki alls fyrir löngu og samnýttu krafta sína með vinum sínum hjá MatR...

Kjúklingabaunaréttur sem tryllir bragðlaukana

Kjúklingabaunaréttur sem tryllir bragðlaukana

Þessi gómsæti kjúklingabaunaréttur sló í gegn hjá allri fjölskyldunni með mjúkum kókoskeim og framandi kryddum. Rétturinn er stútfullur af trefjum og plöntuvirkum efnum úr lífrænt ræktuðum hráefnum. Einstaklega gómsæt máltíð með hýðishrísgrjónum og ylvolgu Naan...

Ómótstæðileg baunasúpa frá Afríku

Ómótstæðileg baunasúpa frá Afríku

Helena Magneu- og Stefánsdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi myndbandshöfundur og kvikmyndagerðakona í yfir tuttugu ár. Áhugasvið hennar hefur verið mjög fjölbreytt í gegnum tíðina. Hún hefur stundað jóga af mikilli alvöru, rak Kaffi Hljómalind um árabil og einnig...

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...

Fljótlegur baunaréttur

Fljótlegur baunaréttur

Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo...

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Það er okkur mikil ánægja að kynna matreiðslumeistarann hann Sebastian Wojnar sem kemur frá Póllandi en er einnig með ítalskar rætur. Sebastian sem starfar nú tímabundið á Íslandi hefur lengi haft það á dagskránni að ferðast til Íslands en það hefur alltaf verið...

Á slóðum Napolí

Á slóðum Napolí

Við kynnum nú til leiks Antonio Costanzo og uppskriftirnar ekki af verri endanum. Ekta ítalskar pizzur úr súrdeigi frá Napólí. Antonio kemur sjálfur frá þessu svæði á Ítalíu, nánar tiltekið frá Grumo Nevano í úthverfi borgarinnar Napólí. Hann hefur búið á Íslandi í...