Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

6.10.2020 | Næring, Uppskiftin

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í ýmsum réttum en hér er eggaldin í aðalhlutverki og uppistaða réttarins. Njótið

Innihald:

 • 2 eggaldin

 • 1 laukur, saxaður

 • 3 hvítlauksrif, pressuð

 • 1 dl döðlur, saxaðar

 • 3 stórir tómatar, saxaðir

 • 1 tsk. cuminfræ

 • 1 tsk. kanill

 • 150 g sterkur cheddar ostur, rifinn

 • sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

   

  Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C.

 2. Setjið eggaldin í heitan ofninn og bakið u.þ.b. 40 mín. og látið það svo kólna dálítið.

 3. Hitið olíu í potti og mýkið laukinn, bætið hvítlauk saman við þegar laukurinn er orðinn glær.

 4. Bætið döðlum, tómötum, cuminfræjum og kanil við og látið samlagast í nokkrar mín.

 5. Skerið eggaldinin í tvennt eftir endilöngu og skafið kjötið innan úr þeim.

 6. Blandið eggaldinkjötinu við laukblönduna og helmingnum af rifna ostinum og fyllið eggaldinið.

 7. Dreifið afgangnum af ostinum yfir. Bakið í um 15 mín. eða þar til osturinn er fallegar brúnaður.

   

Ef þið viljið kynna ykkur girnilega grænkerarétti Hönnu Hlífar þá er um að gera að verða sér út um eintak af bókinni Eldhús grænkerans.


Ljósmynd: Rut Sigurðardóttir

Fyrsti gestakokkurinn býður uppá ljúffengt grænmetis lasagna

Fyrsti gestakokkurinn býður uppá ljúffengt grænmetis lasagna

Hana Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur þarf vart að kynna fyrir neinum enda landsþekkt fyrir sínar ómótstæðilega girnilegu uppskriftir en hún bræðir einnig alla með persónutöfrum sínum og geislandi framkomu. Það er okkur því sannkallaður heiður að kynna þessa ljúffengu...

Graskerssúpa með engifer

Graskerssúpa með engifer

250 grömm Hokkaidograsker 1 laukur ½ epli 1 biti af ferskum engifer (eins og þumall að stærð) 1 teskeið kókosolía 250 ml lífrænn grænmetiskraftur (leystur upp í 1 dl sjóðandi vatni) 1 msk graskersfræ 1 msk graskersfræolía 1 msk smurostur 1 msk sýrður rjómi Salt,...

Brúnkur úr svörtum baunum

Brúnkur úr svörtum baunum

1 dós (250 grömm) af svörtum baunum eða 100 grömm af þurrum baunumsem hafa legið í bleyti yfir nótt. 2 egg 5 stórar, ferskar og mjúkar döðlur 50 grömm kakó 80 ml döðlusýróp eða ahornsíróp 1 teskeið vanilluduft eða rifin vanillustöng ½ teskeið natron ½ teskeið salt 120...

Blómkálsostasnakk

Blómkálsostasnakk

Uppskriftin eru sykurlaus og í hollari kantinum. 1 góður blómkálshaus 2 egg Salt og pipar 2 hökkuð hvítlauksrif 400 grömm rifinn mozzarella ostur 100 grömm rifinn parmesan ostur Fersk steinselja til skreytinga Rífið allan blómkálshausinn niður í litla bita. Bætið við...