Efnahagsleg heilsa

Efnahagsleg heilsa

14.03.2019 | Samfélagið

Að njóta góðrar almennrar heilsu krefst þess ekki einungis að við hlúum að okkur á líkama og sál því þær fjárhagsaðstæður sem við lifum við spila þar veigamikið hlutverk. Það þarf ekkert að ræða nauðsyn þess að eiga efni á fullkominni heilbrigðisþjónustu eða lyfjum því slys og veikindi geta reynst óyfirstíganlegur fjárhagslegur baggi á fjölskyldum og einstaklingum. Reyndar getur það einnig haft töluverðan kostnað í för með sér ef fólk kýs náttúrulegri leiðir til bata eða einhverjar af þeim fjölbreytilegu óhefðbundnu leiðum til heilsueflingar sem nú standa til boða.

Því miður er staðan þannig á Fróni að allt of margir eru fastir í þeim vítahring að starfa í tveimur, jafnvel þremur störfum til þess að standa undir ákveðnum grunnþáttum fullnægjandi fjárhags eins og húsnæði fyrir fjölskylduna og matarkostnaði. Að vinna myrkranna á milli til þess að brauðfæða fjölskylduna er ekkert nýtt af nálinni á Íslandi en í heilsufarslegu samhengi er það augljóslega mjög óhollt og þá sérstaklega til lengri tíma litið.

Fátækt er raunverulegt og útbreitt vandamál hér á landi eins og við vonandi gerum okkur flest grein fyrir. Í kringum mig þekki ég mýmörg dæmi um fjölskyldur og einstæða foreldra sem eru á hrakhólum í örvæntingarfullri húsnæðisleit þar sem launin duga ekki til að brauðfæða fjölskyldurnar. Þessi staða reynist mörgum þung byrði sem hefur í för með sér áhyggjur, kvíða, vonleysi og depurð en það er deginum ljósara að það að búa við fátækt hefur klárlega í för með sér slakara almennt heilsufar.

Að geta leyft sér að vinna færri vinnustundir, eiga meiri tíma fyrir sjálfan sig, fleiri samverustundir með ástvinum sínum og meiri tími til þess að setja heilsuna í forgang stuðlar að stórefldu heilsufari því það er ákveðin vinna líka fólgin í því að hlúa vel að

heilsunni. Neyðin kennir nakinni konu að spinna og til þess að geta leyft sér að vinna styttri vinnudag þurfa grunnþættir efnahagslegrar heilsu eins og öruggt húsnæði og nægur matur fyrir alla að vera tryggðir.

Munum það að efnahagsleg, andleg og líkamleg heilsa eru systur og haldast í hendur. 

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Veganúar dró dilk á eftir sér

Veganúar dró dilk á eftir sér

Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...

Fljótlegur baunaréttur

Fljótlegur baunaréttur

Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo...

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...