Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

24.03.2019 | Andi, Samfélagið

Það að ég sé þolandi ofbeldis gerir mig ekki að ævilöngu fórnarlambi, veiklynda, minnimáttar, eða ónýta á einhvern hátt. Sú fullyrðing sem sumir nota um að nauðgun sé sálarmorð á ALDREI rétt á sér. Þvert á móti er hægt að verða fullkomlega heil manneskja að nýju. Ég þekki margar konur og menn sem hafa losnað úr fjötrum afleiðinga við að leita sér aðstoðar, segja sögu sína og skila skömminni þangað sem hún á heima.

Eins og hjá flestum þolendum ofbeldis og nauðgana hvarf sjálfsvirðingin eftir að verknaðurinn átti sér stað og það tók mig mörg ár að byrja að byggja hana upp aftur. Aðalástæðan fyrir öllum þessum tíma sem það tók var að ég stakk öllu ofbeldinu lengst ofan í skúffu og harðlæsti. Sjálfsvinnan byrjaði því ekki fyrr en nærri tveimur áratugum eftir atburðinn. Ég er sannfærð um að ég hefði orðið heil miklu fyrr ef ég hefði þorað að segja frá ofbeldinu strax eftir að það gerðist og leitað til fagaðila eftir hjálp.

Afleiðingarnar hjá mér voru fyrst og fremst af sálfræðilegum toga. Sú afleiðing sem situr hvað fastast ásamt sjálfshöfnuninni er sjálfsefinn.

Ég sat uppi með skömm, sjálfsásakanir og brotna sjálfsmynd. Fyrstu árin eftir ofbeldisverknaðinn klæddist ég nær eingöngu pokalegum fötum sem huldu líkamann og óttaðist að fara á skemmtistaði.

Ég forðaðist markvisst athygli af hálfu hins kynsins. Geta mín til þess að höndla áfengi hvarf gjörsamlega og ég hætti neyslu þess fyrir góðum áratug. Grái liturinn hvarf úr mínu litrófi þar sem ég var í grárri dragt nóttina sem ég varð fyrir árásinni. Fötin fóru beint í ruslið strax eftir atburðinn og ég fjarlægði gráa litinn úr fataskápnum og kom honum fyrir ásamt öðrum minningum um ofbeldisverknaðinn í skúffunni góðu.

Sársaukinn við að vinna úr þessum málum með meðferðaraðilum hefur skilað sér í mun betri lífsgæðum, fleiri hamingjustundum og betra jafnvægi á öllum sviðum. Aðalverkefnið var að byggja byggja upp sjálfsvirðinguna á ný og losna við doðann.

Segðu mér þúsund sinnum að ég sé vel gefin og ég trúi því kannski að ég sé ekki heimsk.

Segðu mér þúsund sinnum að ég sé falleg og ég trúi því kannski að ég sé ekki ljót.

Segðu mér þúsund sinnum að ég hafi hæfileika og ég trúi því kannski að ég kunni eitthvað.

Segðu mér þúsund sinnum að ég tilheyri og ég trúi því kannski að ég telji með.

Segðu mér þúsund sinnum að ég sé dýrmæt og ég trúi því kannski að ég sé ekki einskis virði.

Segðu mér einu sinni að ég sé ljót, heimsk, hæfileikalaus og einskis virði og orð þín eru óhagganleg staðreynd.

Oft er talað um að skömmin sem nauðgunarþolar upplifi sé sterkari en hjá þolendum annars konar ofbeldis. Það gæti tengst því að nauðganir minna á athöfn sem er svo mikið einkamál hjá fólki, það er að segja kynlíf en hefur nákvæmlega ekkert með kynlíf að gera. Segjum sem svo að ég hefði verið stungin með hníf þessa nótt en ekki verið nauðgað. Hefði ég hikað við að segja frá því eða tekið á mig skömmina af verknaðinum? Ég er nokkuð viss um að svo væri ekki án þess að ég leyfi mér að fullyrða nokkuð um það.

Í dag er ég laus úr fjötrum ofbeldis og hef fengið það staðfest frá fagaðilum. Öll þessi reynsla gerði það að verkum að fylla mig áhuga á hvers kyns sjálfsrækt og sjálfsvinnu og sá áhugi hefur skilað sér margfalt tilbaka fyrir mig og fullt af fólki í kringum mig. Ég er full þakklætis fyrir það sem hefur áunnist og hlakka til að lifa lífinu áfram frjáls frá afleiðingunum með fullri þátttöku í þessu ævintýri sem lífið er.

.

Still I rise eftir Maya Angelou

You may write me down in history
With your bitter, twisted lies,
You may trod me in the very dirt
But still, like dust, I’ll rise.
.
Does my sassiness upset you?
Why are you beset with gloom?
’Cause I walk like I’ve got oil wells
Pumping in my living room.
.
Just like moons and like suns,
With the certainty of tides,
Just like hopes springing high,
Still I’ll rise.
.
Did you want to see me broken?
Bowed head and lowered eyes?
Shoulders falling down like teardrops,
Weakened by my soulful cries?
.
Does my haughtiness offend you?
Don’t you take it awful hard
’Cause I laugh like I’ve got gold mines
Diggin’ in my own backyard.
.
You may shoot me with your words,
You may cut me with your eyes,
You may kill me with your hatefulness,
But still, like air, I’ll rise.
.
Does my sexiness upset you?
Does it come as a surprise
That I dance like I’ve got diamonds
At the meeting of my thighs?
.
Out of the huts of history’s shame
I rise
Up from a past that’s rooted in pain
I rise
I’m a black ocean, leaping and wide,
Welling and swelling I bear in the tide.
.
Leaving behind nights of terror and fear
I rise
Into a daybreak that’s wondrously clear
I rise
Bringing the gifts that my ancestors gave,
I am the dream and the hope of the slave.
I rise
I rise
I rise.

Kristjana Björg Sveinsdóttir

Um ofbeldi og áfallabyrði

Um ofbeldi og áfallabyrði

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...