Er nauðsynlegt að hjálpa líkamanum að hreinsa sig sjálfur?

Er nauðsynlegt að hjálpa líkamanum að hreinsa sig sjálfur?

2.02.2019 | Líkami, Næring

Tengsl á milli lélegrar næringar og lífstílssjúkdóma eru orðin staðreynd í vestrænum samfélögum í dag. Heilsufarsvandamál eins og bólgur, ofnæmi, meltingarsjúkdómar, exem, astma, síþreyta, liða- og vefjagigt má ósjaldan rekja til vanvirkni í meltingarkerfi og því að lifrin starfar ekki sem skyldi.

Matarsukk, mikil koffín- og/eða áfengisneysla, reykingar, myglusveppir og mengandi umhverfisefni eru allt dæmi um efni sem líkaminn þarf sjálfur að losa sig við. Við erum undir stöðugu áreiti eiturefna. Þegar líkaminn fær aðstoð við að hreinsa sig almennilega fær allt líffærakerfi líkamans (meltingarfærin, lifur og ónæmiskerfið) aukna getu til að hreinsa sig sjálft og fjarlægja eiturefni úr kerfinu. Það kemur oft fram í hormónakerfinu ef lifrin starfar ekki rétt og bóluhúð eða óregla í tíðahringnum tengist stundum minnkaðri getu lifrarinnar til að hreinsa sig.

Með því að hjálpa líkamanum við að hreinsa sig upplifa margir meiri orku, skilvirkari meltingu, minni bjúgsöfnun, minni stirðleika, minni einkenni af ónæmissjúkdómum eins og skjaldkirtilsvandamálum og ákveðinna gigtarsjúkdóma, þyngdarstjórnun verður auðveldari, húðin verður heilbrigðari, andardrátturinn ferskari, verkir minnka, blóðþrýstingur og blóðsykur fara í betra horf og hugsunin verður skýrari. Þar sem fólk er í dag almennt orðið meðvitaðra um tengslin milli sjúkdóma og mataræðis reyna því margir óhefðbundnari aðferðir við að hreinsa líkamann. Rannsóknir og frásagnir fólks af svokölluðum föstum eða afeitrunakúrum benda sterkt til þess að slíkar hreinsanir hafi gríðarlega jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans. Það er því óhætt að mæla með því að hreinsa kroppinn einu sinni til tvisvar á ári ásamt því að huga vel að heilnæmu, fjölbreyttu mataræði í amstri dagsins. Það er kannski ekki nauðsynlegt og langlíklegast að áhrifin verði jákvæð til lengri tíma litið.

Kristjana Björg Sveinsdóttir

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Veganúar dró dilk á eftir sér

Veganúar dró dilk á eftir sér

Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...

Kjúklingabaunarétturinn Chana masala

Kjúklingabaunarétturinn Chana masala

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...

Fljótlegur baunaréttur

Fljótlegur baunaréttur

Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo...

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Það er okkur mikil ánægja að kynna matreiðslumeistarann hann Sebastian Wojnar sem kemur frá Póllandi en er einnig með ítalskar rætur. Sebastian sem starfar nú tímabundið á Íslandi hefur lengi haft það á dagskránni að ferðast til Íslands en það hefur alltaf verið...