Fljótlegur baunaréttur

11.07.2019 | Kokkur vikunnar, Næring

Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu náttúrulega umhverfi að gera vel við ættingja og vini með krásum úr eldhúsinu. Hér deilir hún með okkur einföldum baunarétti
. Namm…

Innihald:

 • 500 gr rauðar linsubaunir, mér finnst Sollu baunir bestar
 • 2 laukar, smátt skornir
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1/2 b. sweet chilli sauce
 • 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 2 rauðir chilli pipar, saxaðir, má sleppa
 • 1 tsk chilli duft
 • 2 tsk turmerik
 • 2 tsk tazza mazala, Pottagaldrar, mikilvægt krydd.
 • 2 grænmetisteningar
 • vatn eftir þörfum

Aðferð:

 1. Hitið olíu í potti og steikið lauk þangað til að hann er orðinn glær,
 2. Bætið tómatmaukinu saman við og svo linsubaununum og kryddinu,
 3. Að síðustu vatni sem á rétt að fljóta yfir baunirnar til að byrja með.
 4. Látið suðuna koma upp og lækkið þá og hrærið í.
 5. Bætið vatni í eftir þörfum.

Þessi réttur má malla á vægum hita og er líka oft betri daginn eftir. Endilega bætið við kryddi ef þarf, ég nota aldrei mælieiningar þannig að þetta er ekki alveg nákvæmlegt.

Smjörsósa, punkturinn yfir i-ið:

 • 100-200 gr smjör
 • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 1-2 tsk cumin fræ
 • ferskt kóríander, saxað

Bræðið smjör, bætið hvítlauk og kryddi saman við. Látið hitna vel og berið fram með baunaréttinum. Ef þið viljið kynna ykkur girnilega grænkerarétti Hönnu Hlífar þá er um að gera að verða sér út um eintak af bókinni Eldhús grænkerans.


Ljósmyndir: Rut Sigurðardóttir

Saltfiskstappa sem klikkar aldrei!

Saltfiskstappa sem klikkar aldrei!

Jóhanna Þórhallsdóttir er heiðurskokkur vikunnar en hún lumar á ótalmörgum uppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hún er flestum kunnug sem söngkona og kórstjóri en stýrir í dag Gallerí Göngum í Háteigskirkju, hefur nýlega lokið listnámi hjá...

Súperhollar bananakókoshafra muffins

Súperhollar bananakókoshafra muffins

Ég skelli oft og iðulega í þessar. Gríðarlega auðveldar, bara ein skál sem þarf að vaska upp og svo er hægt að setja eitthvað nýtt í hvert skipti og til að heimilisfólk kvarti ekki undan einhæfni og svo eru þær mjög hollar og gilda sem morgunmatur. Það er hægt að hafa...

Sítrónukjúklingur frá Sikiley í boði Pamelu De Sensi

Sítrónukjúklingur frá Sikiley í boði Pamelu De Sensi

Pamela De Sensi er vel þekktur flautuleikari á Íslandi en hún hefur ekki einungis starfað í tónlistarsenunni á Íslandi heldur hefur hún komið töluvert að útgáfu barnabóka og geisladiska fyrir börn. Árið 2013 gaf hún út barnabókina "Strengir á tímaflakki" sem hún samdi...

Frumskógur upplýsinga

Frumskógur upplýsinga

Heilsa, margþætt hugtak, áhrifaþættirnir ólíkir og áhrifin fjölbreytt. Ein mikilvæg breyta í almennu heilbrigði er mataræðið, eldsneyti vélarinnar. Það hefur hvoru tveggja bein og áþreifanleg áhrif en á hinn bóginn langvinn og ekki eins sýnileg. Rétt mataræði getur...

Albert býður uppá möndlu- og sítrónutertu

Albert býður uppá möndlu- og sítrónutertu

Páskauppskriftin í ár kemur frá Alberti Eiríkssyni matarbloggara og sérlegum áhugamanni um borðsiði, kurteisi og veislur. Hver þarf súkkulaði þegar hægt er að gæða sér á ljúffengri sítrónutertu með rjúkandi heitu kaffinu í páskafríinu? Gleðilega páska! Möndlu- og...

Graskerssúpa með engifer

Graskerssúpa með engifer

250 grömm Hokkaidograsker 1 laukur ½ epli 1 biti af ferskum engifer (eins og þumall að stærð) 1 teskeið kókosolía 250 ml lífrænn grænmetiskraftur (leystur upp í 1 dl sjóðandi vatni) 1 msk graskersfræ 1 msk graskersfræolía 1 msk smurostur 1 msk sýrður rjómi Salt,...

Brúnkur úr svörtum baunum

Brúnkur úr svörtum baunum

1 dós (250 grömm) af svörtum baunum eða 100 grömm af þurrum baunumsem hafa legið í bleyti yfir nótt. 2 egg 5 stórar, ferskar og mjúkar döðlur 50 grömm kakó 80 ml döðlusýróp eða ahornsíróp 1 teskeið vanilluduft eða rifin vanillustöng ½ teskeið natron ½ teskeið salt 120...

Blómkálsostasnakk

Blómkálsostasnakk

Uppskriftin eru sykurlaus og í hollari kantinum. 1 góður blómkálshaus 2 egg Salt og pipar 2 hökkuð hvítlauksrif 400 grömm rifinn mozzarella ostur 100 grömm rifinn parmesan ostur Fersk steinselja til skreytinga Rífið allan blómkálshausinn niður í litla bita. Bætið við...

Er nauðsynlegt að hjálpa líkamanum að hreinsa sig sjálfur?

Er nauðsynlegt að hjálpa líkamanum að hreinsa sig sjálfur?

Tengsl á milli lélegrar næringar og lífstílssjúkdóma eru orðin staðreynd í vestrænum samfélögum í dag. Heilsufarsvandamál eins og bólgur, ofnæmi, meltingarsjúkdómar, exem, astma, síþreyta, liða- og vefjagigt má ósjaldan rekja til vanvirkni í meltingarkerfi og því að...