Frelsi til að velja

18.09.2019 | Andi, Fæðubótarefni

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og náttúruleg efni til að efla heilsufarið og hika aldrei við að prufa óhefbundnar aðferðir með alveg einstökum árangri á undanförnum árum. Bænin og andlegt líferni hefur einnig fylgt mér frá blautu barnsbeini og er einfaldlega grunnurinn að daglegri vellíðan minni.

Ég er einnig meðvituð um að fæðan sem ég neyti hefur mikil á líðan mína. Ofneysla sykurs, áfengis, aukaefna og skyndibita eru helsta orsök flestra sjúkdóma sem hrjá nútímamanninn og að sama skapi getur fæða úr jurta- og plönturíkinu haft gríðarlega jákvæð áhrif á líkamlegt og andlegt ástand okkar. Það getur hins vegar verið mjög erfitt að lifa algjörlega á hreinu fæði því freistingarnar eru á hverju strái og ekkert okkar er fullkomið á því sviði frekar en öðrum enda hvað er það, að vera “fullkominn”? Það er auðvitað algjörlega einstaklingsbundið hvaða næring eflir lífsþróttinn og hvað dregur hann niður. Sjálf er ég með lífshættulegt bráðaofnæmi fyrir hnetum og algjört óþol fyrir áfengi á meðan hnetur og stöku rauðvínsglas er alveg skaðlaust og jafnvel heilsueflandi fyrir fjölda fólks.

Góð líkamleg og andleg heilsa byrjar hjá okkur sjálfum en með því að taka ábyrgð á eigin heilsufari, hlusta á líkama okkar og horfa inn á við, náum við hvað mestum árangri í að hámarka okkar eigið heilsufar. Við erum sjálf næmust á líðan okkar þó við þurfum stundum að leita aðstoðar sérfræðinga til að takast á við veikindi af ýmsum toga. Til að fá almennilega lausn á vandamálunum þurfum við jú fyrst að vita hver þau eru og þess vegna er svo mikilvægt að byrja á naflaskoðuninni, læra að þekkja sjálfan sig sem best og bera kennsl á þau merki sem líkami okkar gefur frá sér.

Sú gríðarlega aukning á lífsstílssjúkdómum á undanförnum áratugum er fyrst og fremst hægt að rekja til lélegs og beinlínis skaðlegs mataræðis, slakrar upptöku næringarefna í líkamanum, eiturefna í umhverfinu og stóraukinnar streitu sem við flest finnum fyrir með aukinni tæknivæðingu, snjallsímaáreiti og þeirri staðreynd að við erum nánast alltaf aðgengileg öðru fólki í gegnum samskiptamiðla. Vinnutími fólks hefur teygst langt út fyrir átta tíma rammann þar sem vinnan er oft á tíðum komin í snjallsímana og það krefst töluverðs sjálfsaga að setja takmörk á þann tíma sem við eyðum í tækjunum, sem bókstaflega eiga okkur í dag.

Til að öðlast frelsi frá öllu því sem dregur okkur niður og veikir okkur í lífinu er nauðsynlegt að taka ákvörðun og standa við hana. Sú ákvörðun felst í því að setja heilsuna raunverulega í fyrsta sætið og standa með henni hvað sem tautar og raular. Það eru endalausar hindranir, ekki bara freistingar út um allt heldur líka fólk sem reynir á mörkin okkar en það er alltaf okkar verkefni að setja þau mörk.

Ábyrgðin á lífi okkar, heilsu og vellíðan byrjar nefnilega alltaf OG endar hjá okkur sjálfum!

Kristjana Björg Sveinsdóttir

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Það að ég sé þolandi ofbeldis gerir mig ekki að ævilöngu fórnarlambi, veiklynda, minnimáttar, eða ónýta á einhvern hátt. Sú fullyrðing sem sumir nota um að nauðgun sé sálarmorð á ALDREI rétt á sér. Þvert á móti er hægt að verða fullkomlega heil manneskja að nýju. Ég...

Tilgangurinn

Tilgangurinn

Hvað gerir mig ánægða, hamingjusama? Er ég núna að gera það sem ég á að vera að gera við líf mitt? Er ég á þeim stað sem ég á að vera komin á? Ég gæti núna verið að gera eitthvað stórkostlegt en er einhvern veginn föst í þessu neti. Er ég að sóa bestu árunum mínum í...

Hámarksheilsa fyrir alla

Hámarksheilsa fyrir alla

Það er áhugavert hvað skýtur upp kollinum þegar við veltum fyrir okkur orðinu „hámarksheilsa“. Sumir gætu séð fyrir sér myndir af vel skornu fitnessfólki, þekktum útivistarstjörnum eða landsliðsfólki í hópíþróttum meðan aðrir hugsa kannski um útlærða reiki- eða...

Hvers virði er orðsporið?

Hvers virði er orðsporið?

Orðið baktal hefur oft verið mér hugleikið en aldrei eins mikið og á undanförnum mánuðum þar sem ég hef eytt töluverðum tíma í vangaveltur um þetta krabbamein í mannlegum samskiptum. Ástæðan var aðallega sú að allt í einu fannst mér þessi meinsemd svo áberandi í...