Frumskógur upplýsinga

8.04.2019 | Líkami, Næring

Heilsa, margþætt hugtak, áhrifaþættirnir ólíkir og áhrifin fjölbreytt. Ein mikilvæg breyta í almennu heilbrigði er mataræðið, eldsneyti vélarinnar. Það hefur hvoru tveggja bein og áþreifanleg áhrif en á hinn bóginn langvinn og ekki eins sýnileg. Rétt mataræði getur þýtt betra útlit, bætt andleg og líkamleg líðan annars vegar og minni líkur á sjúkdómum og hærri lífslíkur hins vegar.

Það er eins og með aðra hegðun mannsins að hvatinn til að breyta því sem við borðum er mun sterkari ef við finnum áhrifin strax. Tilhugsunin að komast í kjólinn fyrir jólin andspænis þeim fjarlæga möguleika að lengja lífið, kannski, um 2,5 eftir 50 ár. Það er við ramman reip að draga fyrir þekkingu byggða á gagnrýndum rannsóknum að keppast við dæmisögur um skjótan árangur megrunarkúrs líðandi stundar.

Til að bæta gráu ofan á svart þá eru fræðimenn ekki sammála, mæla með ólíkum hlutum og stundum beinlínis gagnstæðum. Grænmetisfæða, Miðjarðarhafskúrinn, Ketó eða hinn gamli góði Gullni meðalvegur. Og þetta var einfalda útgáfan því í sumum kúrum verður grænmetið að vera soðið en í öðrum hrátt. Þá vaknar spurning um eiturefni og að sjálfsögðu hina mengandi iðju að flytja framandi sýklaónæma ávexti á norðurslóðir til þjóðar sem var alinn á súrsuðum fitumiklum afurðum langt aftur í aldir.

Hvernig á almenningur að meta hvað er rétt og hvað rangt ef sérfræðingarnir geta ekki einu sinni komið sér saman um það. Þá reynir fólk að finna eitthvert samhengi og skynsemi sjálft með því að prófa sig áfram, því í neyslusamfélagi alsnægtanna verður hver og einn að finna sinn eigin gullna meðalveg eða verða ofgnóttinni að bráð. Og það sem stýrir þessari leit er oftar en ekki stysta og auðveldasta leiðin að hamingjunni. Þetta er ástæðan að megrunarkúrar ná svo mikilli hylli á skömmum tíma án þess að nægilegar rannsóknir liggji að baki.

„Fólk þyrstir í skjótan árangur og ef eitthvað virkar fyrir þig þá leitarðu að upplýsingum sem styðja þá skoðun þína.”

En það virðist vera mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og kúrar ganga nær undantekningalaust út á að það sama henti öllum. En það er mjög hæpið að það sé tilfellið. Til að mynda þola sumir mjólk en aðrir ekki, enn aðrir hveiti á meðan einhverjir eru með glútenóþol. Að sama skapi bendir margt til þess að ákveðnir einstaklingar séu með hærra kolvetnaþol og þeim henti til dæmis illa að vera á fituríku fæði. Það þýðir ekki að fiturík fæða gæti hentað hópi fólks vel, tímabundið, en það þarf langtímarannsóknir til að kanna hvaða áhrif slíkt hefur til lengri tíma.

Þekking byggð á langri reynslu, mörgum rannsóknum af ólíkum aðilum með áþekkar niðurstöður, er þekking sem er hægt að byggja á. Til dæmis hefur tekist að lækka tíðni hjarta- og æðasjúkdóma undanfarna áratugi samhliða breyttum lifnaðarháttum, þar með talið mataræðinu. Þangað til sú þekking sem nú er til staðar verður hrakin með mörgum rannsóknum yfir langan tíma, getum við ekki sagt til um hvort dýrafita eða lágkolvetna fæða sé æskileg. Í besta falli getur slíkt mararæði valdið tímabundnu þyngdartapi en í versta falli verið beinlínis hættulegt.

En það er ekki eins og við stöndum í frumskógi upplýsinga án allra vegvísa því margt er mjög öruggt og annað nokkuð skýrt. Reykingar eru slæmar, unnar kjötvörur eru næstum jafn slæmar, sykur er ekki góður í miklu magni og við vitum að þeir sem borða mikið af fiski, grænmeti og hnetum lifa lengur en aðrir hér á jörðu. Allt annað er nokkurn veginn, en mismikið, óljóst þessa stundina en við bíðum í ofvæni eftir frekari upplýsingum. Því þegar á heildina er litið hlýtur það að vera mun verðugra markmið að fækka sjúkdómum og lifa lengur en að líta betur út á Instagram í dag.

Guðrún Jónsdóttir


Guðrún Jónsdóttir fjallar í þessum pistli um nútímamataræði en hún er nýr pistlahöfundur hér hjá Hámarksheilsu. Guðrún er með gráðu í sálfræði, lýðheilsuvísindum og einkaþjálfun. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Ljósmynd: Helga Óskarsdóttir

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Veganúar dró dilk á eftir sér

Veganúar dró dilk á eftir sér

Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...

Kjúklingabaunarétturinn Chana masala

Kjúklingabaunarétturinn Chana masala

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...

Fljótlegur baunaréttur

Fljótlegur baunaréttur

Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo...

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja

Það er okkur mikil ánægja að kynna matreiðslumeistarann hann Sebastian Wojnar sem kemur frá Póllandi en er einnig með ítalskar rætur. Sebastian sem starfar nú tímabundið á Íslandi hefur lengi haft það á dagskránni að ferðast til Íslands en það hefur alltaf verið...