Fyrsti gestakokkurinn býður uppá ljúffengt grænmetis lasagna

28.03.2019 | Kokkur vikunnar

Hana Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur þarf vart að kynna fyrir neinum enda landsþekkt fyrir sínar ómótstæðilega girnilegu uppskriftir en hún bræðir einnig alla með persónutöfrum sínum og geislandi framkomu. Það er okkur því sannkallaður heiður að kynna þessa ljúffengu uppskrift frá fyrsta gestakokki hamarksheilsa.is

Njótið vel!

Grænmetislasagna með eggaldinplötum

 • 1 msk ólífuolía
 • 1 rauðlaukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 rauð paprika
 • 3 gulrætur
 • ½ kúrbítur
 • ½ spergilkálshöfuð
 • 3 sveppir
 • 1 msk tómatpúrra
 • 1 krukka maukaðir tómatar (425 g)
 • 1 grænmetisteningur
 • 1 msk smátt söxuð basilíka
 • Salt og pipar
 • 2 eggaldin
 • Rifinn ostur
 • 1 stór dós kotasæla
 • Ferskur aspas

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn í 180°C.
 2. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn.
 3. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn.
 4. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á pönnuna. Kryddið til með salti og pipar og leyfið grænmetisblöndunni að malla við vægan hita í smá stund.
 5. Skerið niður eggaldinplötur mjög þunnt.
 6. Setjið grænmetisfyllingu í botninn á eldföstu móti, því næst fara eggaldinplötur og kotasælan er smurð yfir plöturnar. Sáldrið rifnum osti yfir og endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög. Setjið gjarnan aspas yfir réttinn í lokin.
 7. Eldið réttinn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
 8. Berið fram með gómsætu kasjúhnetupestói.

Kasjúhnetupestó

 • 100 g kasjúhnetur
• Handfylli basilíka
• Handfylli blandað salat
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 dl rifinn parmesan ostur
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía, magn eftir smekk
 • Safi úr hálfri sítrónu

Aðferð:


 1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota.

Mynd af Evu Laufey: Ernir hjá 365. Birt með leyfi.

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...

Saltfiskstappa sem klikkar aldrei!

Saltfiskstappa sem klikkar aldrei!

Jóhanna Þórhallsdóttir er heiðurskokkur vikunnar en hún lumar á ótalmörgum uppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hún er flestum kunnug sem söngkona og kórstjóri en stýrir í dag Gallerí Göngum í Háteigskirkju, hefur nýlega lokið listnámi hjá...