Graskerssúpa með reyktum keim
Graskerssúpa með reyktum keim
Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál.
- 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm
- 1 msk. olía
- 3 msk. smjör
- 1 laukur, saxaður
- 2 msk. grænmetiskraftur eða 1-2 grænmetisteningar
- 200 ml vatn
- 2 hvítlauksrif, pressuð
- 1 tsk. malaður pipar
- 2 tsk. hot madras karrí
- 1 ½ tsk. reykt paprika
- 1 tsk. kanill
- 1 tsk. turmerik
- 400 ml kókosmjólk (1 dós)
- 1 dl Smokey BBQ-sósa (getið notað hvaða BBQ sósu sem er en þessi gefur mjög gott reykt bragð)
- 50 g reyktur ostur, eða sterkur cheddar
- 150 ml rjómi
- 1-2 msk. tamarisósa
- 4-5 msk. rifinn appelsínubörkur
Aðferð
Hitið ofninn í 230°C. Skerið graskerið í tvennt, smyrjið sárið með olíu og bakið í ofni í u.þ.b. 40 mín. eða þar til kjötið er orðið mjúkt. Bræðið smjör í potti við meðalhita og mýkið lauk í 2-3 mín. Skafið kjötið úr graskerinu og bætið í pottinn ásamt grænmetiskraftinum og vatni. Setjið hvítlauk og annað krydd saman við ásamt kókosmjólkinni. Bætið BBQ-sósunni og ostinum við og látið samlagast við vægan hita í um 10 mín. Hellið þá rjómanum út í og hitið að suðu. Notið töfrasprota til að ná kekkjum úr. Lækkið hitann. Rífið appelsínubörk yfir, smakkið til með pipar. Berið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.
Njótið
Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum
Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...
Ljúffengar og hollar fiskibollur
Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...
Gulrótarsúpa með engifer
!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...
Kjúklingabauna rétturinn Chana masala
Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...
Fljótlegur baunaréttur
Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...
Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab
Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo...
Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti
Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...
Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja
Það er okkur mikil ánægja að kynna matreiðslumeistarann hann Sebastian Wojnar sem kemur frá Póllandi en er einnig með ítalskar rætur. Sebastian sem starfar nú tímabundið á Íslandi hefur lengi haft það á dagskránni að ferðast til Íslands en það hefur alltaf verið...
Á slóðum Napolí
Við kynnum nú til leiks Antonio Costanzo og uppskriftirnar ekki af verri endanum. Ekta ítalskar pizzur úr súrdeigi frá Napólí. Antonio kemur sjálfur frá þessu svæði á Ítalíu, nánar tiltekið frá Grumo Nevano í úthverfi borgarinnar Napólí. Hann hefur búið á Íslandi í...