Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

3.09.2019 | Næring

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál.

 • 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm
 • 1 msk. olía
 • 3 msk. smjör
 • 1 laukur, saxaður
 • 2 msk. grænmetiskraftur eða 1-2 grænmetisteningar
 • 200 ml vatn
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 tsk. malaður pipar
 • 2 tsk. hot madras karrí
 • 1 ½ tsk. reykt paprika
 • 1 tsk. kanill
 • 1 tsk. turmerik
 • 400 ml kókosmjólk (1 dós)
 • 1 dl Smokey BBQ-sósa (getið notað hvaða BBQ sósu sem er en þessi gefur mjög gott reykt bragð)
 • 50 g reyktur ostur, eða sterkur cheddar
 • 150 ml rjómi
 • 1-2 msk. tamarisósa
 • 4-5 msk. rifinn appelsínubörkur

Aðferð

Hitið ofninn í 230°C. Skerið graskerið í tvennt, smyrjið sárið með olíu og bakið í ofni í u.þ.b. 40 mín. eða þar til kjötið er orðið mjúkt. Bræðið smjör í potti við meðalhita og mýkið lauk í 2-3 mín. Skafið kjötið úr graskerinu og bætið í pottinn ásamt grænmetiskraftinum og vatni. Setjið hvítlauk og annað krydd saman við ásamt kókosmjólkinni. Bætið BBQ-sósunni og ostinum við og látið samlagast við vægan hita í um 10 mín. Hellið þá rjómanum út í og hitið að suðu. Notið töfrasprota til að ná kekkjum úr. Lækkið hitann. Rífið appelsínubörk yfir, smakkið til með pipar. Berið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Njótið

Sítrónukjúklingur frá Sikiley í boði Pamelu De Sensi

Sítrónukjúklingur frá Sikiley í boði Pamelu De Sensi

Pamela De Sensi er vel þekktur flautuleikari á Íslandi en hún hefur ekki einungis starfað í tónlistarsenunni á Íslandi heldur hefur hún komið töluvert að útgáfu barnabóka og geisladiska fyrir börn. Árið 2013 gaf hún út barnabókina "Strengir á tímaflakki" sem hún samdi...

Albert býður uppá möndlu- og sítrónutertu

Albert býður uppá möndlu- og sítrónutertu

Páskauppskriftin í ár kemur frá Alberti Eiríkssyni matarbloggara og sérlegum áhugamanni um borðsiði, kurteisi og veislur. Hver þarf súkkulaði þegar hægt er að gæða sér á ljúffengri sítrónutertu með rjúkandi heitu kaffinu í páskafríinu? Gleðilega páska! Möndlu- og...

Graskerssúpa með engifer

Graskerssúpa með engifer

250 grömm Hokkaidograsker 1 laukur ½ epli 1 biti af ferskum engifer (eins og þumall að stærð) 1 teskeið kókosolía 250 ml lífrænn grænmetiskraftur (leystur upp í 1 dl sjóðandi vatni) 1 msk graskersfræ 1 msk graskersfræolía 1 msk smurostur 1 msk sýrður rjómi Salt,...

Brúnkur úr svörtum baunum

Brúnkur úr svörtum baunum

1 dós (250 grömm) af svörtum baunum eða 100 grömm af þurrum baunumsem hafa legið í bleyti yfir nótt. 2 egg 5 stórar, ferskar og mjúkar döðlur 50 grömm kakó 80 ml döðlusýróp eða ahornsíróp 1 teskeið vanilluduft eða rifin vanillustöng ½ teskeið natron ½ teskeið salt 120...

Blómkálsostasnakk

Blómkálsostasnakk

Uppskriftin eru sykurlaus og í hollari kantinum. 1 góður blómkálshaus 2 egg Salt og pipar 2 hökkuð hvítlauksrif 400 grömm rifinn mozzarella ostur 100 grömm rifinn parmesan ostur Fersk steinselja til skreytinga Rífið allan blómkálshausinn niður í litla bita. Bætið við...