Gulrótarsúpa með engifer

16.03.2020 | Næring, Uppskiftin

!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta, skærappelsínugul og falleg. 

Í réttinn þarf eftirfarandi hráefni:

 • 500 g gulrætur
 • 1 gulur laukur, saxaður

 • 3 hvítlauksrif, pressuð

 • 1 rautt chili, saxað

 • 2 cm ferskt engifer eða eftir smekk.

 • 400 ml kókosmjólk (1 dós)
 • 6 dl vatn
 • grænmetisteningur
 • 1-2 tsk. tazza massala, Pottagaldrar eða annað indverskt karrý krydd

 • salt & pipar
 • olía til steikingar
 • ferskt kóríander (má sleppa)
 • sýrður rjómi (má sleppa)

Leiðbeiningar:

 1. Gulrætur flysjaðar og skornar í ca. 1 cm sneiðar.
 2. Laukur og hvítlaukur saxaður fínt.
 3. Chili fræhreinsað og saxað smátt.
 4. Olía sett í pott og laukur, hvítlaukur og chili steikt þar til laukurinn verður mjúkur og glær.
 5. Þá er gulrótum og grænmetistening bætt út í ásamt vatninu.
 6. Suðan látin koma upp og súpan látin malla þar til gulræturnar verða mjúkar.
 7. Þá er potturinn tekinn af hellunni og súpan maukuð (auðveldast með töfrasprota beint í pottinn en líka hægt að nota matvinnsluvél).
 8. Kókosmjólk og öðru kryddi bætt út í ásamt engifer sem er rifinn með rifjárni.
 9. Súpan látin ná suðu og malla í dálitla stund, kryddað vel með salti og pipar .

Gott er að bera fram súpuna með grófsöxuðum kóríander og sýrðum rjóma og svo bara að njóta!

Ljósmynd: Hanna Hlíf Bjarnadóttir

Á slóðum Napolí

Á slóðum Napolí

Við kynnum nú til leiks Antonio Costanzo og uppskriftirnar ekki af verri endanum. Ekta ítalskar pizzur úr súrdeigi frá Napólí. Antonio kemur sjálfur frá þessu svæði á Ítalíu, nánar tiltekið frá Grumo Nevano í úthverfi borgarinnar Napólí. Hann hefur búið á Íslandi í...

Saltfiskstappa sem klikkar aldrei!

Saltfiskstappa sem klikkar aldrei!

Jóhanna Þórhallsdóttir er heiðurskokkur vikunnar en hún lumar á ótalmörgum uppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hún er flestum kunnug sem söngkona og kórstjóri en stýrir í dag Gallerí Göngum í Háteigskirkju, hefur nýlega lokið listnámi hjá...

Súperhollar bananakókoshafra muffins

Súperhollar bananakókoshafra muffins

Ég skelli oft og iðulega í þessar. Gríðarlega auðveldar, bara ein skál sem þarf að vaska upp og svo er hægt að setja eitthvað nýtt í hvert skipti og til að heimilisfólk kvarti ekki undan einhæfni og svo eru þær mjög hollar og gilda sem morgunmatur. Það er hægt að hafa...

Sítrónukjúklingur frá Sikiley í boði Pamelu De Sensi

Sítrónukjúklingur frá Sikiley í boði Pamelu De Sensi

Pamela De Sensi er vel þekktur flautuleikari á Íslandi en hún hefur ekki einungis starfað í tónlistarsenunni á Íslandi heldur hefur hún komið töluvert að útgáfu barnabóka og geisladiska fyrir börn. Árið 2013 gaf hún út barnabókina "Strengir á tímaflakki" sem hún samdi...

Frumskógur upplýsinga

Frumskógur upplýsinga

Heilsa, margþætt hugtak, áhrifaþættirnir ólíkir og áhrifin fjölbreytt. Ein mikilvæg breyta í almennu heilbrigði er mataræðið, eldsneyti vélarinnar. Það hefur hvoru tveggja bein og áþreifanleg áhrif en á hinn bóginn langvinn og ekki eins sýnileg. Rétt mataræði getur...

Albert býður uppá möndlu- og sítrónutertu

Albert býður uppá möndlu- og sítrónutertu

Páskauppskriftin í ár kemur frá Alberti Eiríkssyni matarbloggara og sérlegum áhugamanni um borðsiði, kurteisi og veislur. Hver þarf súkkulaði þegar hægt er að gæða sér á ljúffengri sítrónutertu með rjúkandi heitu kaffinu í páskafríinu? Gleðilega páska! Möndlu- og...

Fyrsti gestakokkurinn býður uppá ljúffengt grænmetis lasagna

Fyrsti gestakokkurinn býður uppá ljúffengt grænmetis lasagna

Hana Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur þarf vart að kynna fyrir neinum enda landsþekkt fyrir sínar ómótstæðilega girnilegu uppskriftir en hún bræðir einnig alla með persónutöfrum sínum og geislandi framkomu. Það er okkur því sannkallaður heiður að kynna þessa ljúffengu...

Graskerssúpa með engifer

Graskerssúpa með engifer

250 grömm Hokkaidograsker 1 laukur ½ epli 1 biti af ferskum engifer (eins og þumall að stærð) 1 teskeið kókosolía 250 ml lífrænn grænmetiskraftur (leystur upp í 1 dl sjóðandi vatni) 1 msk graskersfræ 1 msk graskersfræolía 1 msk smurostur 1 msk sýrður rjómi Salt,...

Brúnkur úr svörtum baunum

Brúnkur úr svörtum baunum

1 dós (250 grömm) af svörtum baunum eða 100 grömm af þurrum baunumsem hafa legið í bleyti yfir nótt. 2 egg 5 stórar, ferskar og mjúkar döðlur 50 grömm kakó 80 ml döðlusýróp eða ahornsíróp 1 teskeið vanilluduft eða rifin vanillustöng ½ teskeið natron ½ teskeið salt 120...

Blómkálsostasnakk

Blómkálsostasnakk

Uppskriftin eru sykurlaus og í hollari kantinum. 1 góður blómkálshaus 2 egg Salt og pipar 2 hökkuð hvítlauksrif 400 grömm rifinn mozzarella ostur 100 grömm rifinn parmesan ostur Fersk steinselja til skreytinga Rífið allan blómkálshausinn niður í litla bita. Bætið við...