Halló gerandi!

4.06.2019 | Andi, Samfélagið

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur ekkert að þessu gert. Kannski ertu ófær um að skilja hversu skaðleg, niðurbrjótandi og sjálfseyðandi áhrif hegðun þín hefur á aðra af því þú kannt ekki að setja þig í spor annarra. En það gæti einnig verið meðvituð ákvörðun hjá þér að beita ofbeldi af því þú nýtur þess að sjá aðra þjást, sumir er einfaldlega svo veikir. Ég veit ekki af hverju þú hagar þér svona og þarf ekki að vita það. Það eina sem ég þarf að vita er að ég verð að vernda mig og mína fyrir fólki eins og þér. Ég hef náð að fjarlægja þig úr kerfinu mínu og bið þess eins að þú losnir undan þessu oki sem það er að nærast á því að meiða aðra.

Aftur og aftur verð ég vitni að ofbeldi í samfélaginu okkar. Aftur og aftur komast gerendur upp með andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og tilfinningalegt ofbeldi og einelti án allra afleiðinga fyrir gerendur. Aftur og aftur tekur fólk líf sitt vegna ofbeldis sem það verður fyrir og fjöldi þeirra sem bíður eftir innlögn á geðdeildir með alvarlega áfallaröskun vex stöðugt. Að taka virkan þátt í baráttunni gegn ofbeldi ætti að vera jafn mikið kappsmál og baráttan fyrir umhverfismálum en þó eru þessir mikilvægustu málaflokkar okkar tíma báðir vanræktir. Það þarf almennilega vitundarvakningu um þessi mál. Við þurfum að fara að taka af skarið og láta enn meira í okkur heyra.

Þó ég þoli ekki fórnarlambsvæðinguna og líti ekki á mig sem fórnarlamb þá mun ég aldrei hætta að tala upphátt um þessi mál sem þolandi ofbeldis. Sjálfsvinnan sem ég hef stundað til þess að ná mér eftir ofbeldisáföll nær yfir heilan áratug en samt hrikti aftur í stoðunum á þeirri vinnu þegar ég upplifði ofbeldi á vinnustað ekki alls fyrir löngu. Það reyndar hristi svo mikið upp í allri sjálfsvinnunni að um tíma hentist ég aftur á byrjunarreit, en ég neita að láta ofbeldi brjóta mig. Eins og þerapistinn minn sagði við mig „Það er hægt að beygja þig Kristjana en það er ekki hægt að brjóta þig, það er allt stráheilt í þér.“ Góðu fréttirnar eru nefnilega þær að við getum náð okkur og orðið alveg þokkalega heil aftur eftir öll áföll, það kostar bara mikla vinnu.

Vonandi færðu alla þá hjálp sem þú þarft við að aflæra þá hegðun að beita aðra ofbeldi. Vonandi áttu þér viðreisnar von og færð hjálp sérfræðinga til þess að losna úr þessu víti sem þú ert fastur í. Vonandi nærðu þá að hætta þessari hegðun og færri verða fyrir áföllum af þínum völdum.

Í dag er ég tilbúin og hef tekið ákvörðun um að fyrirgefa ofbeldið hvort sem það var viljandi eða ekki. Ég geri það ekki fyrir þig sem beittir ofbeldinu heldur fyrir sjálfa mig svo ég geti haldið áfram og verið frjáls. Mig langaði alls ekkert að fyrirgefa en ég varð til að losna við reiðina því hún var farin að heltaka mig. Ég trúi á kærleikann og ég trúi á fyrirgefninguna en ég trúi líka á sjálfsvörnina og þess vegna er það samfélagsleg skylda okkar sem erum þokkalega heil að standa vörð um þolendur og saman gegn hvers kyns ofbeldi.

Vonandi mun kærleikurinn að lokum sigra og hatrið deyja. .

Kristjana Björg Sveinsdóttir

Um ofbeldi og áfallabyrði

Um ofbeldi og áfallabyrði

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...