Hámarksheilsa fyrir alla

Hámarksheilsa fyrir alla

10.03.2019 | Andi, Líkami

Það er áhugavert hvað skýtur upp kollinum þegar við veltum fyrir okkur orðinu „hámarksheilsa“. Sumir gætu séð fyrir sér myndir af vel skornu fitnessfólki, þekktum útivistarstjörnum eða landsliðsfólki í hópíþróttum meðan aðrir hugsa kannski um útlærða reiki- eða jógameistara. Líklegast sjáum við þó flest fyrir okkur fólk í toppformi, sigurvegara á sviði hinna ýmsu íþrótta eða sérfræðinga í hollustufæði. Hámarksheilsa á hins vegar við um alla hvort sem fólk býr við góða heilsu eða er að glíma við verkefni á því sviði eins og fatlanir eða erfið veikindi.

Hugtakið heilsa er flókið hugtak og nær yfir ótalmarga þætti eins og líkamlegt, andlegt, tilfinningalegt og efnahagslegt ástand því ef grunnþörfunum er ekki fullnægt af fjárhagslegum ástæðum hefur það beinar afleiðingar á heilsufarið. Heilsa er því heildræn og ekki einskorðuð við eitthvað ákveðið form eða útlit. Hún er afstætt hugtak, einstaklingsbundin og ekki mælanleg til fullnustu (þó við getum mælt blóðþrýsting, fituprósentu o.fl. þess háttar).

Hvað við gerum til að stuðla raunverulega að sem bestu ákjósanlegu jafnvægi á sem flestum sviðum fer líka eftir aðstæðum í lífinu. Enginn líkami, enginn hugur og enginn andi er eins. Lífið er blanda af gleði og sorg. Áföll og mótlæti eru óhjákvæmilega partur af því líka og þá veikjumst við oft án þess að geta stjórnað því.

Samkvæmt þessu ættu markmiðin við að ná fram okkar eigin hámarksheilsu að vera: að hlúa jafnvel og raunhæft er að öllum þeim sviðum sem hafa áhrif á heilsufar okkar með tilliti til aðstæðna og líðanar hverju sinni. Þessi markmið eru alltaf einstaklingsbundin því hvert og eitt okkar er alltaf að vinna út frá þeim stað sem við erum hverju sinni.

Þetta er ekki endilega einfalt og stangast óþægilega á við hin góðu, gömlu gildi

Að harka af sér, berja sig áfram með pískinum, bryðja verkjalyf og mæta veikur í vinnu er eitthvað sem margir þekkja. Streitan sem fylgir nútímalíferni, samskiptamiðlum og snjallsímanotkun hefur gríðarleg áhrif á okkur öll. Góða klisjan um að „enginn er fullkominn“ hefur aldrei verið þarfari í samfélagi þar sem lífsgæða- og metorðakapphlaup fer stigvaxandi á sama tíma og andleg veikindi, neysla á áfengi og eiturlyfjum  og ofbeldi grasserar.

Hin gullna regla um einn dag í einu er oft lykillinn að raunhæfum markmiðum og halda langtímamarkmiðunum  í mátulega mikilli fjarlægð.

Ekkert er bara annað hvort svart eða hvítt þegar kemur að heilsufari og misjafnt eftir því hvar við erum stödd í lífinu hvað hentar hverju sinni. Gott er að spyrja sig reglulega „er þetta gott fyrir mig núna?“ Við getum verið bestu sérfræðingarnir í okkar eigin almenna heilsufari ef við erum meðvituð um líðan okkar. Ef við tökum til í eigin lífi höfum við margföldunaráhrif til góðs út í samfélagið og þannig eiga læknar og sérfræðingar einnig meiri möguleika á því að hjálpa okkur.

Því betur sem okkur tekst að vera í góðu jafnvægi á líkama og sál, náum að upplifa þakklæti í lífi okkar og meðan engin áföll eða mótlæti banka upp á, því betri líðan og öflugri heilsu njótum við og þá má kannski segja að við uppskerum hámarksheilsu.

Kristjana Björg Sveinsdóttir

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...

Frumskógur upplýsinga

Frumskógur upplýsinga

Heilsa, margþætt hugtak, áhrifaþættirnir ólíkir og áhrifin fjölbreytt. Ein mikilvæg breyta í almennu heilbrigði er mataræðið, eldsneyti vélarinnar. Það hefur hvoru tveggja bein og áþreifanleg áhrif en á hinn bóginn langvinn og ekki eins sýnileg. Rétt mataræði getur...

Tilgangurinn

Tilgangurinn

Hvað gerir mig ánægða, hamingjusama? Er ég núna að gera það sem ég á að vera að gera við líf mitt? Er ég á þeim stað sem ég á að vera komin á? Ég gæti núna verið að gera eitthvað stórkostlegt en er einhvern veginn föst í þessu neti. Er ég að sóa bestu árunum mínum í...