Hugleiðingar um baktal og einelti

Hvers virði er orðsporið?

3.02.2019 | Andi, Samfélagið

Orðið baktal hefur oft verið mér hugleikið en aldrei eins mikið og á undanförnum mánuðum þar sem ég hef eytt töluverðum tíma í vangaveltur um þetta krabbamein í mannlegum samskiptum. Ástæðan var aðallega sú að allt í einu fannst mér þessi meinsemd svo áberandi í kringum mig og í þeim mæli að mér hreinlega fór að blöskra. 

Ég fór því að velta þessu meir og meir fyrir mér, horfa í eigin barm og skoða þetta frá sem flestum hliðum. Þannig hef ég sjálf verið í naflaskoðun hvað baktal varðar undanfarna mánuði, því þó ég hafi sjálf aldrei þolað svoleiðis framkomu, hef ég því miður ekki alltaf tekið upp hanskann fyrir fólki sem talað hefur verið niður í svaðið. Þannig hef ég ekki alltaf tjáð mig nægilega skýrt um að ég kæri mig ekki um að hlusta á slíkt tal. Í dag sé ég einlæglega eftir því og langar að bæta mig hvað það varðar.

Við fulllorðna fólkið vitum upp á hár hvað er „pólitískt rétt“ í sambandi við góð samskipti og flest okkar erum alveg með puttann á púlsinum í sambandi við hugtakið einelti, muninn á réttu og röngu og hvernig við „eigum“ að kenna börnunum okkar að koma fram við náungann. Hins vegar bregðumst við börnunum okkar og unga fólkinu algjörlega þegar við sýnum ekki skýrt fordæmi um að líða aldrei ofbeldi. Það gerum við með því að horfa framhjá eða taka þátt í baktali eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það er nefnilega vel þekkt staðreynd að einelti, hvar sem það þrífst, byrjar gjarnan með baktali. Ef við ætlum að koma í veg fyrir einelti þarf að byrja á því að uppræta það í fæðingu.

Það er gríðarleg hræsni að halda því fram að samtalið sem átti sér á stað í Klaustursmálinu sé ekki gott dæmi um það baktal fólks sem á sér stað alls staðar í þjóðfélaginu þótt talsmátinn sé kannski ekki sambærilegur. Allflest okkar hljótum að hafa orðið vitni að slíkri niðurrifsstarfssemi þegar fólk dettur í baktal eins algengt og það er í okkar samfélagi. Því miður er það einnig áberandi að slík tegund ofbeldis þrífst hvað best í stúlkna- og kvennahópum þó hún komi einnig við sögu í samskiptum drengja og karla. Þessi meinsemd bókstaflega grasserar í öllum stéttum þjóðfélagsins og hjá öllum aldurshópum. Hún er oft grunnurinn að andlegu ofbeldi og einelti en það er grafalvarlegt þegar stjórnendur og valdafólk í samfélaginu fer á það lága plan að baktala náungann. Við þurfum að gera miklar kröfur til einstaklinga sem stýra skipunum þvi það er fólkið sem tekur ákvarðanir fyrir okkur hin og heildina. Með baktali er nefnilega mjög auðvelt að stýra og stjórna og það nýtir fólk sér stundum til þess að fá sínu framgengt. Það segir sig sjálft hvað þetta er stórhættulegt þeim sem í því lenda. Í raun ættu heilindi og heiðarleiki að vera fyrstu kröfurnar sem við gerum til valdafólks í ábyrgðarstöðum.

Í siðuðum samfélögum ætti það að teljast til sjálfsagðra mannréttinda að fólk fái ávallt tækifæri til þess að verja sig gegn óhróðri og orðrómi sem upp á það er borið. Baktal skaðar fólk og er því ákveðið ofbeldi því þegar það skýtur rótum og fer að vinda upp á sig er skaðinn oft óbætanlegur fyrir þá sem fyrir því verða.

Að vera vönduð manneskja kallar á það að við vöndum okkur í samskiptum og lífinu. Það er samfélaginu gríðarlega dýrkeypt þegar við gerum það ekki og í baráttunni gegn ofbeldi þurfum við öll að líta í eigin barm og skoða hvað við getum lagt af mörkum til að skapa heilbrigðara samfélag. Þar liggur okkar sameiginlega ábyrgð og þar getum við öll haft áhrif til góðs.

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

Kristjana Björg Sveinsdóttir

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Það að ég sé þolandi ofbeldis gerir mig ekki að ævilöngu fórnarlambi, veiklynda, minnimáttar, eða ónýta á einhvern hátt. Sú fullyrðing sem sumir nota um að nauðgun sé sálarmorð á ALDREI rétt á sér. Þvert á móti er hægt að verða fullkomlega heil manneskja að nýju. Ég...

Tilgangurinn

Tilgangurinn

Hvað gerir mig ánægða, hamingjusama? Er ég núna að gera það sem ég á að vera að gera við líf mitt? Er ég á þeim stað sem ég á að vera komin á? Ég gæti núna verið að gera eitthvað stórkostlegt en er einhvern veginn föst í þessu neti. Er ég að sóa bestu árunum mínum í...