Kjarnakona með ástríðu fyrir heilsu

20.02.2021 | Fólk, Líkami

Sandra Lárusdóttir hefur verið í sjálfstæðum rekstri í 22 ár en frá árinu 2014 hefur hún rekið hina vinsælu húð- og líkamsmeðferðarstofu Heilsa & Útlit í Hlíðarsmáranum. Námskeiðin sem hún hefur tekið í heilsu- og fegurðarmeðferðum eru orðin ótal mörg en í dag vinnur hún mest við að efla sogæðakerfi og styrkja bandvef fólks. Þessi kjarnakona er líka lærður Bowentæknir og fyrir utan störf sín á stofunni er hún núna að læra að húðflúra geirvörtur á konur eftir brjóstnám. Sandra er einnig umboðsmaður fyrir þýska fyrirtækið Weyergans á Íslandi og í Skandinavíu og býður upp á einstakar “medical” líkamsmeðferðir frá þeim sem hafa reynst mjög áhrifaríkar við ýmsum heilsufarslegum vandamálum.

Vélarnar sem hún flytur inn frá Þýskalandi eru notaðar á sjúkrastofnunum út um allan heim en hafa þó ekki verið nýttar á sjúkrahúsunum hérlendis. Sandra brennur fyrir því að bæta heilsu og líðan þeirra sem til hennar leita og í þessu viðtali gefur hún okkur innsýn inn í líf sitt og störf.   

Hvenær opnaðirðu stofuna þína Heilsa & útlit?

Þegar ég opnaði stofuna vorið 2014 átti ég ekkert nema tvo brúsa af kremum fyrir appelsínuhúð og eitt vafningsteppi. Húsnæðið var ekki nema 150 m2 en ég byrjaði bara á því að gera allt sætt og fínt. Ég svo heppin að fá afbragðsgott fólk með mér í lið og leigði snyrtifræðingi og nuddara sitt hvort herbergið. 

Hvað varð til þess að þú fórst að vinna svona mikið með Weyergans í Þýskalandi? 

Í 22 ár var ég með fataverslanir og hannaði líka Brazilian Tan brúnkukremið. Eftir öll þessi ár í endalausu harki var ég orðin ofboðslega þreytt. Reksturinn var farinn að taka aðeins of mikinn toll af heilsunni en skilaði samt ekki hagnaði í samræmi við það. Ég ákvað því að fara í alveg nýja átt. Fyrsta skrefið var að taka einkaþjálfararéttindin en mér fannst það ekki alveg nógu fjölbreytt og fann fljótt að mig langaði að gera meira. Vinkona mín fékk hjartaáfall á þessum tíma sem hafði mikil áhrif á mig og ég fór að vafra á netinu til að sjá hvað hægt væri að gera til að hjálpa henni. Það var þá sem ég datt þá inn á fyrirtækið Weyergans og varð mjög spennt fyrir því að kynna mér þær meðferðir betur til að sjá hvort þær gætu hjálpað vinkonu minni. Ég hafði samband við forsvarsmenn fyrirtækisins úti í Þýskalandi sem buðu okkur að koma og skoða vélarnar. Hún fann mikinn mun á sér í vélunum og ég féll alveg fyrir þessum hátækni meðferðum. Þetta var upphafið að samstarfi mínu við Weyergans og hefur undið heldur betur upp á sig.  

Hvaða vélar eruð þið helst að nota?

Aðal “medical” tækin eru VacuSport tækið fyrir líkamann og eins Vacumeðferðin fyrir hendurnar ásamt sogæðastígvélunum. Margar vísindalegar rannsóknir sýna fram á hvað árangurinn er mikill með notkun vélanna. Annars er nýjasta vélin verndarhjúpurinn “The Cocoon” frá Wellness USA en þeirri vél kynntist ég í gegnum frænku mína Sigríði Tryggvadóttur sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum. Hún hafði fjárfest í svona tæki hjá fyrirtækinu og var alveg harðákveðin í að eina vitið væri að koma svona vél inn á stofuna mína. Í Hjúpnum sameinast þrjár meðferðir í einni: nudd sem styrkir bandvefinn, infrarauðir geislar og saltsteinar ásamt ljósameðferð. Áhrifin eru mögnuð og fólk sem er þjakað af verkjum verður stundum hreinlega verkjalaust eftir tímana. Þessi vél er líka búin að slá í gegn hjá mínum viðskiptavinum en fyrsta vélin var varla lent og ég þurfti að festa kaup á annarri strax svo mikil var ásóknin í tækið.

Hjúpurinn eða “The Cocoon”

Sogæðastígvélin eru líka mjög öflugt sogæðanudd sem nuddar fæturnar upp að mitti með bylgjuþrýstingi. Þrýstingurinn skríður áfram og færir vökvann í líkamanum rólega til eitlanna. Súrefnismeðferðirnar okkar og hjálmarnir eru svo náttúrulega algjör snilld. Þar notum við neikvæðar jónir sem er mjög erfitt að fá nema við séum umkringd náttúrunni t.d. við sjó og fossa. Infrarauðu klefarnir eru líka sívinsælir en það eru ótal rannsóknir á bak við áhrif “hypothermic” hita á líkamann. Þessir infrarauðu geislar efla hjarta- og æðakerfið, ræsa líkamann, styrkja ónæmiskerfið, minnka bólgur, afeitra líkamann og auka blóðflæðið. Læknar út um allan heim vísa fólki í svona hitameðferðir. Ég mæli með því að fólk fari inn á hypothermicwellness.com og lesi um allan þann ávinning sem fólk getur haft af infrarauðum meðferðum.

Hér má sjá mynd af Vacusport vélinni sem tekin er á stofunni hjá Söndru

Hvernig getur fólk bætt árangur sinn í íþróttum með því að nota tækin? 

Meðferðirnar eru einmitt mjög vinsælar hjá íþróttafólki því þær stórauka blóðflæði, veita aukna orku og miklu betri endurheimt svo fólk sefur miklu betur. Margir þekktir íþróttamenn eiga VacuSport vélina eins og Ronaldo og fullt af afreksíþróttafólki bæði hérlendis og erlendis. 

Sérðu fyrir þér að íslenskar sjúkrastofnanir muni taka upp þessar meðferðir? 

Ég hef ekki reynt mikið að koma tækjunum inn á sjúkrastofnanir hér heima. Það eru fullt af flottum læknum, heimilislæknum, bæklunarlæknar og lýtalæknar hafa séð hvað við erum að gera og senda fólk til okkar en svo eru aftur á móti margir sem eru ekki jafn jávæðir gagnvart þessum meðferðum vilja ekki að sjúklingar þeirra fari í tækin. Ef þeir myndu kynna sér til dæmis Vacuvélarnar okkar myndu þeir kannski sjá hvað þau virka á marga kvilla. Við erum mjög aftarlega á merinni þegar kemur að svona “high tech” lækningameðferðum. Vacuvélarnar eru viðurkenndar “medical” vélar út um allan heim. 

Hvernig hefur reksturinn þróast í gegnum árin? 

Í byrjun átti ég ekki einu sinni bekk en ég ákvað samt bara að slá til. Pabbi minn og bróðir voru með mér þegar ég var að skoða húsnæði og héldu að ég væri orðin klikkuð. Það var mikið búið að ganga á í mínu lífi því ég missti búðirnar mínar í kreppunni. Ég vissi þá að ég þyrfti bara að hafa trú á mér og var alveg meðvituð um að það væri enginn annar en ég sem gæti framkvæmt hlutina. Ég byrjaði með súrefnis- afeitrunarpokann og súrefnishjálminn og það varð strax mikil ásókn í tækin. Ég fór að kynna mér fleiri vélar hjá Weyergans og fjárfesti í nokkrum. Tækin hafa svo þróast frá tveimur upp í rúmlega tuttugu og margir þeirra sem byrjuðu upphaflega í meðferðum hjá mér eru hér ennþá eftir sjö ár. Nokkrar stofur á Íslandi eru komnar með vélar frá mér. Það kostar sitt að fjárfesta í svona hátækni “medical” vélum en ein svona vél kostar um 10 milljónir króna. 

Hvaða vörur seljið þið í Heilsa & Útlit?

Við erum með alls konar vörur eins og krem, kerti, fatnað og margt annað. Fötin eru svona mjúk og smart kósýföt sem henta verkjasjúklingum sérlega vel. Líkamskremin og gelin sem virka gegn appelsínuhúð frá Weyergans seljast hérna í bílförmum enda algjört dúndur. Iceland Spa vörurnar eru búnar að slá rækilega í gegn og svo eru FitLine vítamínin geysilega vinsæl og alveg búin að festa sig í sessi hér á landi eins og annars staðar í heiminum. Sjálf hef ég notað þessi hágæðavítamín frá Þýskalandi daglega í mörg ár. Þau innihalda lífræn hágæða plöntuvirk efni eins og grænmeti, ávexti, rætur, krydd og jurtir. Það er ótrúlegt hvað blöndurnar gera mikið fyrir líkamann hafa svo miklu meiri áhrif en hefðbundin vítamín. Vítamínin innihalda einnig trefjar og öfluga mjólkursýrugerla sem hafa mjög jákvæð áhrif á meltinguna. Það er því ekki óalgengt að fólk léttist eftir að það byrjar á þessum blöndum því hreinsunin verður svo miklu betri í líkamanum. Flestir upplifa líka stóraukna orku, bætt ónæmiskerfi og dýpri svefn. 

Hefurðu alltaf haft áhuga á útlits og heilsumeðferðum? 

Já, alveg frá því ég var lítil stelpa og mamma mín hafði mikil áhrif á mig. Ég laumaðist í ljósatíma með henni þegar ég var 11 ára og var alltaf að stelast í brúnkukremin og snyrtiboxið hennar. Mig langaði líka alltaf að verða hjúkrunarfræðingur, læknir eða snyrtifræðingur þegar ég yrði stór. 

Hver er aðaláherslan með meðferðunum þínum?  

Það má segja að áherslan á stofunni minni sé á afeitrun líkamans. Það eru því miður ákveðnir fordómar fyrir orðinu “Detox” í samfélaginu. Margir eru ósáttir þegar við erum að kynna leiðir til megrunar eða afeitrun en það er bara löngu viðurkennt að það er nauðsynlegt fyrir alla að hjálpa líkamanum að afeitra sig í því mengaða umhverfi sem við lifum í. Það er svo staðreynd að lífsstílssjúkdómar byrja oftast í líkama sem er búinn að safna í sig eiturefnum úr umhverfinu sem hann nær ekki að hreinsa út. Ég held að mataræði flestra sé ábótavant og fólk á almennt erfitt með að standast freistingarnar sem eru alls staðar. Líkaminn hefur því ekki undan að losa sig við eiturefnin sem safnast upp. Meðferðirnar hjá mér hjálpa fólki að “toxa” út eiturefnum. Ég vinn mjög mikið með bandvefinn sem umlykur líffærin. Ég losa um bólgur og bandvefinn með því að teygja og toga. Þannig losnar um eiturefnin sem eru stífluð inni í líkamanum. 

Hvaða heilsufarslegu vandamál vinnið þið mest með? 

Ótrúlega margir koma út af stoðkerfisvandamálum en ég er með rosalega stóran kúnnahóp af verkjasjúklingum. Ég hef fengið fullt af fólki sem hefur verið á endurhæfingarstöðinni á Grensás, bæði fólk sem hefur misst útlimi og þeir sem að hafa næstum því misst útlimi. Við erum með stóran hóp af fólki með æðakölkun, sykursýki og svo auðvitað íþróttafólkið. Eins fólk sem er með mikla bjúgsöfnun og fótapirring. Ég hef líka verið að fá börn til mín með lélegt sogæðakerfi. Einn fótboltastrákur gat aldrei beygt tærnar, þær voru alveg stífar. Það var mikið búið að reyna að fara með hann til sjúkraþjálfara. Eftir tvö skipti í VacuSport var hann farinn að beygja tærnar. Það eykst svo mikið blóðflæðið en í vélinni verður ákveðin þrýstijöfnun sem stuðlar að hreinsun blóðsins svolítið eins og æðahreinsun. Þetta hefur svo bein áhrif til hjartans og höfuðs og er forvörn gegn t.d. kransæðastíflu. Það eru mörg dæmi um fólk með opin sár inn í kjöt sem fá lækningu í VacuSport. Ein kona sem kom til mín með þriðja stigs brunasár og fór í VacuSport náði ótrúlegum árangri, hún einfaldlega heilaðist. 

Hvaða framtíðarsýn hefurðu í sambandi við stofuna þína? 

Stofan verður alltaf barnið mitt en ég er samt ennþá að læra hvað ég vil gera þegar ég er orðin stór. Mín hugsjón er að sjá fólk blómstra. Börnin mín segja að ég sé aldrei heima og sé svo mikill vinnualki en ég vil einhvern veginn alltaf vera til staðar fyrir alla. Stefnan er núna að hlúa betur að minni orku og vera meira til staðar fyrir fjölskylduna mína. Ég reyni því að vera meiri fyrirmynd sjálf. Núna er ég í miðju námi að læra að húðflúra geirvörtur og brunasár hjá konum sem hafa misst brjóstin í krabbameinsmeðferðum og er komin í samstarf með Kristjáni Skúla Ásgeirssyni lækni. Ég er líka umboðsmaður og sölumaður fyrir Weyergans á Íslandi og í Skandinavíu og það verkefni er í stöðugum vexti. Það var mikill heiður fyrir litlu stelpuna frá Íslandi að fá verðlaun frá Weyergans tvö ár í röð fyrir frammistöðu í markaðssetningu og sölumennsku. Í framtíðinni opna ég kannski bara aðra stofu með íslenskum læknum. Ég hef alveg fulla trú á að þetta sé bara að vaxa. Dr. Rudolf Weyergans stofnandi Weyergans er fremstur á sínu sviði þegar kemur að svona hátækni líkamsmeðferðum og það er ótrúlega mikill heiður að fá að vinna með svona snillingi. Ég hugsa að Einstein gæti bara verið skyldur honum segir Sandra hlæjandi. Það er engin spurning að tækifærin eru alls staðar.

Kristjana Björg Sveinsdóttir 


Hér er heimasíðan á stofunni hennar Söndru: Heilsa og útlit – Heilsaogutlitspa

Ljósmyndir: Ásta Kristjánsdóttir – astakristjans.com

Um ofbeldi og áfallabyrði

Um ofbeldi og áfallabyrði

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...