Ljúffeng og framandi veisla frá landi kryddanna

20.05.2021 | Næring, Uppskriftin

Mahesh Aron Kale ólst upp á Indlandi en hefur búið á Íslandi í mörg ár. Faðir hans rak nokkra veitingastaði ásamt öðrum fyrirtækjarekstri í Indlandi en sjálfur lærði hann þó að elda af mömmu sinni. Mahesh rak veitingahús í Chicago í níu ár áður en hann flutti til Íslands. Eldamennskan hefur fyllt honum alla tíð en hann hefur bæði kennt matreiðslu á Íslandi og hjálpað til við opnun veitingastaða hér á landi. Hann kenndi kokkunum á Bombay Baazar til að mynda að elda alvöru indverskan mat frá grunni með ævafornum uppskriftum beint frá fátækrahverfum Indlands. Samspil hreinna krydda spila stórt hlutverk í matreiðslu Mahesh en hann er nefnilega mjög fróður um  Ayurveda lækninga og hvernig kryddin virka til almennrar heilsubótar fyrir líkamann. 

Hér deilir Mahesh með okkur nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum. Við fengum að elda með þessum meistara og þessi veisla var eitt það allra besta sem við höfum smakkað af indverskum mat!

Mahesh í eldhúsinu

Pönnusteikt eggaldin

 • 2-3 eggaldin
 • 2-3 dl gram flour mjöl
 • 2 msk hing krydd
 • 3 msk túrmerik
 • 2 msk cumin
 • 1 msk chilliduft
 • 2 msk salt
 • 1 msk svartur pipar úr kvörn
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 2 cm bútur af engifer
 • 3 dl sólblómaolía

Aðferð:

 1. Eggaldin er skorið í u.þ.b. 1/2 cm þykkar sneiðar og sett í stóra skál.
 2. Gram mjölinu og öllu kryddinu hellt yfir sneiðarnar ásamt rifnum hvítlauk og engifer.
 3. Öllu blandað vel saman og passið ef sneiðarnar eru ekki allar húðaðar með kryddblöndunni þarf að bæta aukalega við grammjöli.
 4. Steikt við miðlungshita á pönnu þar til eggaldinsneiðarnar eru orðnar fallega gylltar.

Það er einnig mjög vinsælt að nota þennan rétt sem fyllingar í góðar vegansamlokur.

Sósan með eggaldinsneiðunum

 • 3 tómatar (maukaðir)
 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 bútur engifer
 • 2 msk kókoshveiti
 • 1 msk kúmen
 • 1 msk túrmerik
 • 2 msk engifer
 • 1 msk fínt salt
 • ½ dl sólblómaolía

Aðferð:

 1. Olían hituð og kúmefræjunum bætt út í og steikt saman í 2-3 mínútur, hrærið vel.
 2. Þá er fínt skornum hvítlauknum og engiferinum bætt út á og steikt áfram.
 3. Svo er smátt skornum lauknum bætt út á pönnuna. Allt saman steikt við miðlungshita og laukurinn glæraður en passið að brenna hann ekki.
 4. Laukurinn brúnaður á miðlungshita.
 5. kókoshveitinu bætt út í og hrært áfram saman í pönnunni og látið malla.
 6. Tómatmaukinu bætt út í ásamt kryddum og látið malla í 20 mínútur á pönnunni áður en eggaldinsneiðunum er raðað ofan á sósuna.

Berið fram með nýbökuðu Naan brauði og hrísgrónum.

Indverskt eggaldinsalat

 • 1-2 eggaldin
 • 1 dós vegan jógúrt
 • 3 msk sólblómaolía
 • 1 hvítur salatlaukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 tsk túrmerik
 • ½ tsk cumin
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Bakið eggaldin í ofni við 200 gráðu hita í 1 klukkustund
 2. Skerið eggaldinið langsum í fernt, skafið maukið úr hýðinu, skerið smátt og setjið í miðlungsstóra skál
 3. Brúnið hvítlaukinn á pönnu í olíunni (passið að brenna ekki) og bætið kryddunum við.
 4. Hrærið jógúrtið út í eggaldinmaukið og hellið síðan hvítlauksolíunni út á salatið og blandið saman. 

Ljúffengt kartöflumeðlæti

 • ½ kg af rauðu kartöflusmælki
 • 2 msk túrmerik
 • 2 msk chilliduft
 • 1 msk kúmen eða svört sinnepsfræ
 • ½ msk salt
 • ½ sítróna
 • ½ dl sólblómaolía

Aðferð:

 1. Kartöflur sneiddar í mjög þunnar sneiðar, þvegnar vel og vatnið sigtað vel frá.
 2. Hitið sólblómaolíuna á miðlungshita, veljið annað hvort kúmenfræ eða sinnepsfræ út í olíuna á pönnunni (ekki bæði).
 3. Setjið svo túrmerik kryddið út á pönnuna.
 4. Næst er kartöflunum bætt út á og half sítróna kreist yfir.
 5. Fylgist vel með kartöflunum og hrærið reglulega í pönnunni í 20-30 mínútur.
 6. Að lokum er chillidufti og salti bætt við og smakkað til.

Njótið!

Veitingar vorsins

Veitingar vorsins

Ævintýri Sono Matselja hófst síðasta sumar á Flateyrarvagninum og fyrr á þessu ári vöktu þær mikla athygli á Götumarkaðnum með dýrindis grænkeramat. Þær opnuðu veitingastað sinn í Norræna húsinu ekki alls fyrir löngu og samnýttu krafta sína með vinum sínum hjá MatR...

Kjúklingabaunaréttur sem tryllir bragðlaukana

Kjúklingabaunaréttur sem tryllir bragðlaukana

Þessi gómsæti kjúklingabaunaréttur sló í gegn hjá allri fjölskyldunni með mjúkum kókoskeim og framandi kryddum. Rétturinn er stútfullur af trefjum og plöntuvirkum efnum úr lífrænt ræktuðum hráefnum. Einstaklega gómsæt máltíð með hýðishrísgrjónum og ylvolgu Naan...

Ómótstæðileg baunasúpa frá Afríku

Ómótstæðileg baunasúpa frá Afríku

Helena Magneu- og Stefánsdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi myndbandshöfundur og kvikmyndagerðakona í yfir tuttugu ár. Áhugasvið hennar hefur verið mjög fjölbreytt í gegnum tíðina. Hún hefur stundað jóga af mikilli alvöru, rak Kaffi Hljómalind um árabil og einnig...

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Veganúar dró dilk á eftir sér

Veganúar dró dilk á eftir sér

Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...