
Ljúffengar og hollar fiskibollur
Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr jurta- og dýraríkinu og hentar fullkomlega fyrir lágkolvetnafæði.
Ég mæli með því að gera stóra uppskrift og frysta hluta af bollunum. Gott að geta gripið í nokkrar bollur þegar þið eruð á hraðferð og skápurinn tómur.
- 1 kg hreint fiskihakk (ýsa eða þorskur)
- 2 egg úr hamingjusamari hænum
- Krydd eftir smekk: hvítur og svartur pipar, (svolítið af papriku- og chillidufti) og frá Pottagöldrum: Fiskikrydd, Ítalskt sjávarréttakrydd, Marjoram
Vorlaukur (smátt skorinn)
Hvítlaukur (marinn eða raspaður fínt) - Lífræn, kaldpressuð ólífuolía og hreint íslenskt saltlaust smjör notað til steikingar.
Meðlæti: Grísk jógúrt, tómatar, spínat og basilíka fersk og þurrkuð. Einnig eru hýðishrýsgrjón góð með þessum rétti.
Aðferð:
- Hráefninu er öllu blandað vel saman og látið standa í hálftíma í kæli.
- Þá er tekin fram besta pannan á heimilinu og bollurnar mótaðar í vel lagaðar kúlur með matskeið.
- Að lokum eru þær brúnaðar á pönnu þar til þær hafa fengið fallegan gylltan lit á sig.
- Næst er grænmetið skolað, tómatarnir skornir í þokkalega munnbita og blandað saman við spínat og basilíku.
- Hrein grísk jógúrt hrærð vel og þurrkaðri basilíkunni stráð yfir.
Est voila!
Kristjana
Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum
Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...
Gulrótarsúpa með engifer
!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...
Veganúar dró dilk á eftir sér
Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...
Kjúklingabauna rétturinn Chana masala
Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...
Frelsi til að velja
Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...
Graskerssúpa með reyktum keim
Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...
Fljótlegur baunaréttur
Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...
Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab
Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo...
Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti
Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...
Súrsúpa úr rúg eftirlæti Pólverja
Það er okkur mikil ánægja að kynna matreiðslumeistarann hann Sebastian Wojnar sem kemur frá Póllandi en er einnig með ítalskar rætur. Sebastian sem starfar nú tímabundið á Íslandi hefur lengi haft það á dagskránni að ferðast til Íslands en það hefur alltaf verið...