Sítrónukjúklingur frá Sikiley í boði Pamelu De Sensi

11.04.2019 | Uppskiftin

Pamela De Sensi er vel þekktur flautuleikari á Íslandi en hún hefur ekki einungis starfað í tónlistarsenunni á Íslandi heldur hefur hún komið töluvert að útgáfu barnabóka og geisladiska fyrir börn. Árið 2013 gaf hún út barnabókina “Strengir á tímaflakki” sem hún samdi sjálf ásamt geisladisk með tónlist mannsins hennar Steingríms Þórhallssonar tónskálds og organista í Neskirkju. Þeir sem þekkja þessa kjarnakonu vita að hún er mikill matgæðingur og því fengum við hana til þess að deila einni uppáhaldsuppskrift með okkur sem kemur frá hennar heimaslóðum, Ítalíu. Pamela segist sjálf ekki vera mikið fyrir að mæla hitt og þetta í matargerð svo maturinn hennar verður aldrei eins!

Þessi uppskrift kemur frá frænku minni í Róm sem eldar þennan rétt í hvert skipti sem ég heimsæki hana, en hún kemur frá Sikiley. Að elda fyrir ástvini er nefnilega mjög mikilvægt í ítalskri menningu. Allur uppáhaldsmaturinn sem ég man eftir í æsku er á einhvern hátt tengdur vinum eða einhverjum í fjölskyldunni minni. Það er yndislegt að geta notið minninga um þetta fólk þegar ég elda réttina. Þetta fólk hef ég allt í hjartanu mínu og greinilega líka í bragðlaukunum.

 

Sikileyjarkjúlli

  • Einn pakki af kjúklingum, læri eða leggir.
  • Slatti af hveiti, eftir því hvað er mikill kjúklingur (svona eru mínar mælingar)
  • Hálfur lítri af matreiðslurjóma
  • smjör
  • salt
  • svolítill börkur af lífrænni sítrónu
  • ferskur parmessan ostur.
 
Byrjum á að setja pönnu á miðlungs hita og smá smjör á hana. Á meðan að það bráðnar veltum við kjúklingnum upp úr hveiti og svo setja hann á pönnuna sem er orðin heit með bráðnu smjöri. Láta kúklinginn verða létt gullinnbrúna í steikingunni á öllum hliðum. Meðan að steikt er bæta við hálfri matskeið af hveiti út í rjómafernuna og hrista vel. Þegar kjúklingurinn er orðinn fallega gylltur þá má hella hveitirjómanum yfir þar til hann hylur alveg kjúklínginn. Ef rjóminn dugar ekki má bæta við svolitlu af mjólk til að ná að hylja alveg. Setja svolítið af salti út í ásamt sítrónuberkinum. (til tilbreytingar má jafnvel nota appelsínubörk í staðinn eða jafnvel bæði appelsínu og sítrónu). Elda þar til sósan verður eins og krem (15 – 20m venjulega á miðlungshita). Taka í burtu börkinn sem var notaður, og framreiða kjúklinginn með steinselju dreift yfir.
 
BUON APPETITO
 

Vefsíða Pamelu og Steingríms Þórhallsonar tónskálds og organista í Neskirkju:  Töfrahurð  www.tofrahurd.is
Ljósmyndirnar eru frá Pamelu og birtar með hennar leyfi.
 
Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

!Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Veganúar dró dilk á eftir sér

Veganúar dró dilk á eftir sér

Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...

Fljótlegur baunaréttur

Fljótlegur baunaréttur

Kokkurinn okkar að þessu sinni er grænkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona en hún er einn höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans sem hún gaf út árið 2016 ásamt Katrínu Rut Bessadóttur og Rut Sigurðardóttur. Á myndinni hér að ofan er Hanna Hlíf í sínu...

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Aloo Jeera – Kartöflur með kúmenfræjum frá Punjab

Sulakshna Kumar, kokkur vikunnar kemur frá suður Indlandi, Kerala fylki en hún hefur þó búið á mörgum svæðum á Indlandi. Ammú eins hún er oft kölluð á sína uppáhalds rétti frá hverjum stað og deilir hér með okkur uppskrift að vinsælum indverskum rétti sem heitir Aloo...

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Lágkolvetna eggjakaka með mexíkóosti

Uppskrift vikunnar er lágkolvetna eggjakaka sem hentar mjög vel sem léttur kvöld- eða hádegisverður með góðu, fersku salati. Ommelettan er mjög bragðgóð, seðjandi og holl. Verði ykkur að góðu! Uppskrift fyrir fjóra: 10 egg 1 mexíkóostur 1 msk rjómi 1 meðalstór paprika...