Sjálfsímynd ungs manns

2.07.2019 | Andi, Fólk

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við háskólann á Bifröst. Á sumrin hefur hann starfað við allskonar störf í verslunum, dyravörslu og á golfvölli en þetta sumarið vinnur hann sem þjónn á meðan hann bíður eftir að meistaranámið hefjist aftur í haust.

Það hafa án efa flestir einhverntímann sem börn heyrt spurninguna „hvað vilt þú verða þegar þú verður stór“ og fljótt á eftir fylgdu þær upplýsingar að maður gæti orðið hvað sem manni langaði að verða. Alltaf fylgdu þó uppástungur, hvort sem þær voru frá kennara eða foreldri, sem áttu að hjálpa til við að finna áhugasvið þess sem spurður var og gáfu leiðarvísi um hvað þættu góð markmið í lífinu. Á meðan þessu var velt upp og manni gert að hugsa um þessi markmið í lífinu, var tekist á við langa skólagöngu sem fól í sér að fara yfir gífurlegt magn af efni sem myndi koma sér vel til að ná þessum góðu lífsmarkmiðum. Þannig er því öllum einstaklingum sett snemma fyrir hið stóra verkefni að vita eins mikið um umheiminn og mögulega hægt er til þess að komast af og eiga hamingjusamt líf.

Með svona risavaxið verkefni fyrir höndum sér er ljóst að ekki er mikill afgangstími til þess að læra eins mikið um sjálfan sig og kynnast eigin persónu, hvað þá að barni detti það í hug sjálft upp á eigin spýtur. Enda er ekki svo langt síðan að svo gott sem engin alvöru áhersla var lögð á það fyrr en í líflseikni áfanga í 10. bekk, sem enginn skildi almennilega og endaði yfirleitt með því að horfa á Djöflaeyjuna á spólu. Í raun hafði maður engan alvöru skilning á því hvað geðheilsa felur í sér, þrátt fyrir að maður gæti þulið upp skilgreininguna sem maður hafði lært í skólanum.

Ég fylgdi þessum leiðbeiningum lengi og hélt að ef ég kláraði bara skóla og væri duglegur í vinnu þá yrði allt í góðu lagi. Á meðan hunsaði ég alveg mína eigin geðheilsu og lagði áherslu á að ganga vel í skóla og vinnu því þá myndi allt ganga upp á endanum, svo ég tókst ekkert á við vandamálin í mínu persónulega lífi því þau voru ekki raunveruleg vandamál fyrir mér hreinlega vegna áhersluleysis. Það kom svo auðvitað að því að mín persónulegu vandamál fóru að hafa áhrif á nám, vinnu og fjölskyldu svo að allt fór í vaskinn hjá mér og ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að takast á við að hafa klúðrað öllu. Sjálfsímyndin sem var til staðar var ekki tengd við það að þekkja sjálfan sig og eiginleika sína heldur bara árangur á ákveðnum sviðum, svo þegar sá árangur var ekki til staðar þá var engin sjálfsímynd eftir.

Það tók sinn tíma að finna út úr fyrstu skrefunum en að leita sér aðstoðar og tala um vandamálin flýtti fyrir því, að fara til sálfræðings hjálpaði við að endurmeta hvað skipti mig máli í lífinu og hvernig ég gæti sinnt því í staðinn fyrir að fara útaf sporinu með því að hunsa sjálfan mig. Í dag er ég ennþá að vinna í því að fylgjast vel með sjálfum mér og gera mér grein fyrir því hvað hefur áhrif á mig í daglegu lífi og hvernig ég get tekist á við það á réttan hátt fyrir mig persónulega. En það sem skipti mestu máli var að hætta að hlaupa í hringi á eftir einhverju sem var ekki að fara að gera lífið mitt betra. Það er ekkert að því að stoppa aðeins og anda þegar að maður finnur að andlega þreytan er orðin of mikil því annars getur maður endað algjörlega örmagna. Núna er ég kominn aftur í nám og vinnu, það gengur mun betur og með meiri gleði vegna þess að í dag legg ég mig fram við að þekkja mína takmörk og eiginleika á hverjum einasta degi. Ég hefði hinsvegar aldrei komist á þann stað nema með því að hafa rætt þessi vandamál við fjölskyldu, vini og fagfólk og með því að halda því áfram reglulega svo að maður verði betri í að hafa stjórn á sínu eigin lífi.

Ólafur Andri Gunnarsson


Ljósmynd er frá höfundi greinar.

Um ofbeldi og áfallabyrði

Um ofbeldi og áfallabyrði

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...