Tilgangurinn

Tilgangurinn

19.03.2019 | Andi

Hvað gerir mig ánægða, hamingjusama? Er ég núna að gera það sem ég á að vera að gera við líf mitt? Er ég á þeim stað sem ég á að vera komin á? Ég gæti núna verið að gera eitthvað stórkostlegt en er einhvern veginn föst í þessu neti. Er ég að sóa bestu árunum mínum í staðinn fyrir að vera að nýta hæfileikana mína í það sem ég „á“ að vera að gera?

Á ýmsum tímabilum velti ég þessu mikið fyrir mér og oft endaði ég svolítið óánægðari á eftir þar sem niðurstaðan var ekki nægilega fullnægjandi. Að ég væri ekki að nýta hæfileikana mína nógu vel og ég ætti í raun að vera að gera eitthvað „þýðingarmeira“, eitthvað „miklu meira“ við líf mitt. 

Í dag hef ég öðlast ákveðna lífssýn sem fékk mig til að sjá þetta í öðru ljósi. Hún er sprottin úr ákveðinni sýn af sjálfri mér á dánarbeðinu. Það sem mér lá á brjósti á þessu augnabliki voru tvær spurningar: „hvað viltu skilja eftir þig í þessum heimi þegar þinn tími er kominn og ertu sátt við þá manneskju sem þú varst í þessu lífi?“ Svarið var ekki lengi að koma. Það var hálfklisjukenndur sannleikur en þó sannleikur eigi að síður.

Ég vil skilja eftir mig kærleika, heilindi og virðingu við alla í kringum mig og líka sjálfa mig. Þegar uppi er staðið er það nefnilega það eina sem

skiptir raunverulega máli. Þegar gildin eru komin á hreint kemur allt annað kemur af sjálfu sér.   

Kærleikur og heiðarleiki eru hornsteinarnir í minni sjálfsrækt og tengjast  sterkt þeirri guðsmynd sem ég hafði í barnæsku. Með því að vera algjörlega heiðarleg við sjálfa mig og aðra verður allt skýrara. Með það að leiðarljósi verða markmiðin augljósari og svörin koma án allrar áreynslu. Það fækkar kannski kunningjunum í kringum mann og maður vinnur ekki alltaf allar vinsældarkeppnirnar, en þeir vinir sem verða um kyrrt eru nákvæmlega fólkið sem á að verða manni samferða. Í kærleikanum felst nefnilega svo margt sem tengist frummennskunni því hvaða líf dafnar í kulda, hörku, höfnun og ástleysi? Hver og einn okkar er einstakur og öll erum við jafn dýrmæt. Það er þess vegna alfarið í okkar höndum að gera það besta úr okkur sjálfum, fagna fólkinu í kringum okkur og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða, stóru og litlu hlutanna.

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Það að ég sé þolandi ofbeldis gerir mig ekki að ævilöngu fórnarlambi, veiklynda, minnimáttar, eða ónýta á einhvern hátt. Sú fullyrðing sem sumir nota um að nauðgun sé sálarmorð á ALDREI rétt á sér. Þvert á móti er hægt að verða fullkomlega heil manneskja að nýju. Ég...

Hámarksheilsa fyrir alla

Hámarksheilsa fyrir alla

Það er áhugavert hvað skýtur upp kollinum þegar við veltum fyrir okkur orðinu „hámarksheilsa“. Sumir gætu séð fyrir sér myndir af vel skornu fitnessfólki, þekktum útivistarstjörnum eða landsliðsfólki í hópíþróttum meðan aðrir hugsa kannski um útlærða reiki- eða...