Tinder fyrir lofaða

30.05.2019 | Fólk, Samfélagið

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi frábæra kona vinnur hörðum höndum að því að bæta geðheilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum en heldur jafnframt úti vef þar sem hún skrifar mikið um kynlífs- og heilsutengd málefni. 

Tinder hefur aldeilis valdið straumhvörfum í lífi einhleypra og annarra leitandi aðila. Stefnumótaforritið fræga virkar þannig að notandi velur sér landfræðilegan radíus, hleður inn nokkrum myndum af sjálfum sér og ef til vill nokkrum setningum sem gefa áhugamál og ásetning til kynna. Svo er sett í gang og þá birtast tengdir einstaklingar, innan landfræðilegu markanna og notandi getur þá lýst áhuga með því að sópa myndinni til hægri, eða lýst frati með því að sópa til vinstri. Ef báðir sópa til hægri geta samskipti og samningaviðræður hafist. 
 
Tinder hefur samt djöfullegt aðdráttarafl fyrir fleiri en einhleypa, enda hafa margir, sem lofað hafa einkvænistrúnaði, verið gómaðir þar glóðvolgir. Vinur minn sem lifað hefur nokkur ár í einhliða opnu sambandi er til dæmis vanur að hlaða niður forritinu um leið og hann stígur á erlenda grund og eyða því jafnharðan áður en heim er snúið. Einhverju sinni var hann svo framlár af drykkju kvöldið áður að hann gleymdi sér og eyddi forritinu ekki fyrr en miðja vegu milli Keflavíkur og Reykjavíkur – það var of seint. Vinkona eiginkonunnar gómaði hann, tók skjáskot og sendi til sönnunar. Þetta varð upphafið að skilnaðarferli sem enn stendur yfir, því samningur sambandsaðila hljóðaði upp á einkvæni og ekkert annað.
 
Þegar ég sé karlmenn, sem ég veit að eru lofaðir, á Tinder, geri ég að sjálfsögðu ráð fyrir að þeir séu í tvíhliða opnum samböndum og séu þar inni með fullri vitund makans. Reynslan hefur þó kennt mér að oftar eru þeir bara fífl sem eru að brjóta samninga í stað þess að ræða málin fyrst við makann og finna lausn sem leyfir áframhaldandi samband (eða skilnað) svo allir gangi sáttir frá borði. Skilnaður án dramatískra viðburða í aðdragandanum er nefnilega dálítið mikið sniðugri kostur.
 
Ég veit um allnokkra karlmenn sem hafa verið gómaðir á Tinder – en bara eina konu. Þær eru kannski bara klókari í feluleiknum. Afsakanirnar sem þeir koma með eru nú þegar orðnar að klisjum sem heyrast aftur og aftur. Hér eru þær sjö sem heyrast oftast:
 
Ég var bara að prófa með strákunum í vinnunni. Þetta var bara djók og svo gleymdi ég að eyða appinu aftur.
 
Það hefur einhver stolið prófílmyndunum mínum af facebook og skráð mig á Tinder og Einkamál og OKCupid… Þetta er tölvuglæpur!
 
Ég er áhugamaður um tækni og var bara að spá í lógaritmann á bak við þetta app.
 
Ó, erum við ekki í opnu sambandi?
 
Ég hélt að þetta væri uppskriftavefur og ætlaði að leita að sous-vide uppskrift.
 
Gunni vinur minn er viss um að kærastan hans sé að halda framhjá – ég ætlaði að gera góðverk og góma hana á Tinder.
 
Hvað er Tinder?
Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir
 

Pistlana hennar Röggu má finna á raggaeiriks.com. 
Hægt er að panta ráðgjöf hjá Röggu með því að senda tölvupóst á raggaeiriks@gmail.com 
Ljósmynd: Hildur Valgerður Heimisdóttir
Kjarnakona með ástríðu fyrir heilsu

Kjarnakona með ástríðu fyrir heilsu

Sandra Lárusdóttir hefur verið í sjálfstæðum rekstri í 22 ár en frá árinu 2014 hefur hún rekið hina vinsælu húð- og líkamsmeðferðarstofu Heilsa & Útlit í Hlíðarsmáranum. Námskeiðin sem hún hefur tekið í heilsu- og fegurðarmeðferðum eru orðin ótal mörg en í dag...

Um ofbeldi og áfallabyrði

Um ofbeldi og áfallabyrði

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og...

Mikilvægast er að mæta

Mikilvægast er að mæta

Helen Dögg Karlsdóttur hefur skapað sér afar gott orðspor sem jógakennari en ekki síður fyrir sínar dásamlegu kvennadekurferðir sem slegið hafa rækilega í gegn hjá ótal konum. Starfsferill hennar er jafn fjölbreytilegur og hún sjálf. Allt frá því að vinna á verbúð í...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...