Um ofbeldi og áfallabyrði

14.09.2020 | Samfélagið

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og meðferðarúrræðum fyrir þolendur. Almenn samfélagsleg vitneskja um neikvæðar afleiðingar ofbeldis á heilsufar einstaklinga virðist þó nokkuð mikil hér á landi en ótalmargar rannsóknir hafa einmitt sýnt fram á tengsl á milli ofbeldis og áfallastreituröskunar.

Með íslensku rannsókninni sem hófst árið 2018 “Áfallasaga kvenna” voru gríðarstór lóð lögð á vogarskálarnar þar sem 32.811 íslenskar konur tóku þátt og sýndu niðurstöðurnar m.a. að ofbeldi er það áfall sem felur í sér mestar líkur á áfallastreituröskun fyrir utan ýmis konar líkamlegan heilsubrest. Það var sláandi að samkvæmt úrtakinu, sem endurspeglaði þjóðina mjög vel út frá bakgrunni, höfðu 40% kvennanna orðið fyrir ofbeldi á Íslandi.

Áfallastreituröskun orsakast af reynslu á því að upplifa eða verða vitni að atburði eða áfalli sem ógnar lífi. Algeng einkenni áfallastreituröskunar eru svefnörðugleikar þar sem áfallareynslan kemur oft fram í martröðum og minningarendurvarpi. Samkvæmt rannsóknum eru fyrstu einkennin eftir ofbeldisáfall þunglyndi, sjálfsefi og yfirþyrmandi reiði hjá flestum þolendum. Eftir u.þ.b. fjórar vikur er farið að tala um langvarandi áhrif og áfallastreituröskun fer að gera vart við sig með hræðslu- og kvíðaköstum tengdum öllu því sem mögulega minnir á áfallið.

Það eru bein tengsl á milli þessarar röskunar við minnisleysi en öll þessi einkenni hafa skiljanlega mikil áhrif líf þolenda og samskipti þeirra við aðra. Að virðast andlega fjarverandi, einbeitingarskortur, að eiga erfitt með tengsl og einangrun eru allt einkenni áfallastreituröskunar. Af þessum orsökum eiga þolendurnir ósjaldan í erfiðleikum með félagsleg samskipti við fjöskyldu og vini og leiðir þá jafnvel til skilnaða og erfiðleika við að sinna uppeldi barna sinna. Þar sem þessi hópur fólks hefur farið í gegnum hræðilega lífsreynslu eru undirliggjandi áföll fljót að brjótast upp á yfirborðið. Þannig er margt sem getur orðið til þess að koma manneskjunni úr jafnvægi og minna á ofbeldið, t.d. ákveðið umhverfi, lykt, hljóð, litir, orð og þarf því í raun mjög lítið til að áfallastreitan geri vart við sig.

Þessi erfiða röskun getur verið nógu langvarandi og alvarleg til þess að hún hafi áhrif á daglegt líf þolandans og í verstu tilfellunum getur hún leitt til sjálfsmorðstilrauna. Auk röskunar á sálarlífi þolandans hefur hún greinilegar líffræðilegar breytingar á líkamlegu heilsufari í för með sér. Þannig er algengt að fólk með áfallastreituröskun sé einnig að glíma við geðsveiflur, kvíða, þunglyndi og ofnotkun lyfja og áfengis svo fátt eitt sé nefnt. Sjálf hef ég verið að vinna með áfallastreituröskun í mörg ár út af afleiðingum grófs ofbeldis og er enn í dag að átta mig á því hversu flókin þessi röskun getur verið. Það er mjög auðvelt að rugla einkennunum saman við aðrar raskanir eða hreinlega karaktereinkenni. Með því að þiggja sérfræðiaðstoð og lesa um öll einkenni áfallastreituröskunar er mun auðveldara að átta sig á einkennunum. Algengt er að fólk sé búið að stimpla sig eða aðra með greiningar eins og ADHD eða aðrar taugaraskanir þegar í raun er um áfallastreituröskun að ræða.

Aukið ofbeldi í samfélaginu á tímum Covid er ekki síður alvarlegra málefni en sjálfur faraldurinn og hefur eyðileggjandi áhrif inn í alla kima þess. Eitt af brýnustu verkefnunum er að bjóða þolendum viðunandi úrræði burtséð frá efnahag. Opnun þjónustumiðstöðvarinnar Bjarkarhlíðar árið 2017 var því afar mikilvægt skref en þar er fullorðnum þolendum ofbeldis af öllum kynjum gefinn kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Ljóst er þó að betur má ef duga skal ef við ætlum virkilega að sporna við ofbeldi í samfélaginu og mæta þörfum þolenda til fulls. Aukin meðvitund og samfélagsleg ábyrgð er fyrsta skrefið því ofbeldi ætti aldrei að líða og kemur okkur öllum við.

Kristjana Björg Sveinsdóttir


Hjálplegir hlekkir: www.bjarkarhlid.is – afallasaga.is

Ljósmynd: Gabriel Benois on Unsplash

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Sjálfsímynd ungs manns

Sjálfsímynd ungs manns

Pistill vikunnar kemur frá Ólafi Andra Gunnarssyni, 24 ára háskólanema sem býr í Borgarfirði. Hann hefur varið mestum tíma sínum í nám á undanförnum árum en eftir að hann lauk námi á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laugarvatni hóf hann meistaranám í lögfræði við...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Að tapa ekki gleðinni

Að tapa ekki gleðinni

Taktu lífinu ekki of alvarlega, finndu húmorinn í sjálfum þér, aðstæðum og öðru fólki. Reyndu að fjölga samverustundum með vinum og fjölskyldu. Mundu að tíminn með þeim er takmarkaður, dýrmætur og knappur í öllu stóra samhenginu. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig og...

Mens sana in corpore sano

Mens sana in corpore sano

Ég hef alið með mér þann draum í mörg ár að verða andlega heilbrigður. Hvað merkir það eiginlega? Hvað er andlegt heilbrigði? Við vitum jú flest hvað það þýðir að vera líkamlega heilbrigður. Ég fékk heilbrigðan og hraustan líkama í vöggugjöf og hef alla tíð verið...