Veitingar vorsins

28.04.2021 | Fólk, Uppskriftin

Ævintýri Sono Matselja hófst síðasta sumar á Flateyrarvagninum og fyrr á þessu ári vöktu þær mikla athygli á Götumarkaðnum með dýrindis grænkeramat. Þær opnuðu veitingastað sinn í Norræna húsinu ekki alls fyrir löngu og samnýttu krafta sína með vinum sínum hjá MatR til að geta veitt viðskiptavinum sínum fulla þjónustu alla daga vikunnar. MatR rekur þar kaffihús á daginn á virkum dögum og matseljurnar koma svo inn um helgar á kvöldin og bjóða upp á heilnæma matarupplifun þar sem nánast allt er eldað frá grunni úr árstíðarbundu, lífrænt ræktuðu hráefni. 

Hér er ekkert nýtt á ferð heldur forn kunnátta forfeðranna sem nýttu sér jurtir til lækningar og næringar. Veitingar matseljanna eru eins konar túlkun á kærleika til manna og dýra. Þær eru ávallt matreiddar af ásetningi með ómældri virðingu fyrir móður jörð. Kryddin og jurtirnar sem þær nota í réttina ná allt frá Marokkó til Íslands. Þannig er t.d. villt náttúra Vestfjarða nýtt til að tína jurtir/ber og krydd en þær rækta einnig eiturefnalaust grænmeti á landinu sínu í Kjós. 

Það grænmeti sem þær versla hér heima er að mestu leyti lífrænt ræktað frá Austurland Food Coop, Akri og Bændum í Bænum. Réttirnar sem þær bjóða fram eru í stíl við Meze sem á rætur sínar að rekja til hluta Mið-Austurlandanna, Grikklands, Balkanslandanna og Norður-Afríku. Íslendingar myndu líkja þessu við smárétti, Frakkarnir við ‘hours D’oeuvre’, Englendingar við ‘appetisers’, spánverjar við ‘tapas’ og svo má áfram telja. 

En Meze segir hvað mest um það hvernig við nálgumst matinn, borðum hann og berum hann fram. Hjá okkur viljum við að fólk deili matnum sé þess kostur þannig að nándin verður meiri og upplifunin því sterkari. Hvert Meze er sinn eigin réttur sem útlátin er eins og mandala eða hringur.

Rétt eins og alheimurinn gengur í hringi, vaxa blómin í hringi, lífið gengur í hringi og allt er breytingum háð. Prufið bara taka göngutúr einhversstaðar þar sem gróskan er mikil og líta eftir því sem vex allt um kring. Það leynast gull og gersemar alls staðar. Diskurinn fyrir framan ykkur er sú mandala og sú tenging sem framsetningin minnir okkur á. Frá því að fræið var í moldu, þar til það umbreytist í sköpunarverk á disknum þínum.

Það leynast gull og gersemar alls staðar.

Þessi ljúffengi réttur frá Matseljunum er fullkomin sem ljúfur hádegisverður á góðum sólskinsdegi með grilluðu súrdeigsbrauði

Marinering

 • 1 hvítlauksrif
 • 1 msk hlynsýróp 
 • 150 grömm ólífuolía 
 • 1 sítróna, 
 • 1 lúka af ný sprottnum spánarkerfilsblöðum (djúsuð)
 • Búnt af ferskri myntu 
 • Nokkur smátt söxuð ung fíflablöð  
 • 2 msk ólífuolía 

Balsamic Vinaigrette 

 • 2 msk balsamic edik
 • 1 msk hlynsýróp 
 • Smá salt og pipar 
 • Skvetta af sítrónu 
 • Grillað Carpaccio úr eggaldin
 • 700 grömm eggaldin, þunnt skorin og grilluð með ólífuolíu í 10 mínútur 
 • 1 msk capers 
 • 1 msk smátt sneiddar súrar gúrkur 

Kryddolía: 

 • 1 bolli ólífuolía 
 • 1 marinn hvítlauksgeiri
 • ½ lúka fersk steinselja
 • Salt og pipar 

Að lokum leggið þið eggaldinið í marineringuna og setjið inn í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Berið fram kalt með skvettu af vinagrettunni yfir, nokkrum capers, smátt sneyddum súrum gúrkum og kryddolíu yfir.

Sónó matseljurnar deildu einnig með okkur dýrindis eftirrétti úr rabbabara og hundasúruís.

 • 600 grömm vorstönglar af rabbabara
 • 4 msk appelsínudjús
 • 2-3 stjörnuanís eða 2 msk spánarkerfilsfræ (þurrkuð að hausti)
 • 1 kanilstöng
 • Smá salt 
 • 2 msk púðursykur 
 • Skvetta af hlynsýrópi

Hundasúruís

 • 1 lítil dolla af vegan grískri jógúrt
 • 4 msk sykur
 • 1 peli þeytanlegur veganrjómi 
 • 1 lúka af ferskum og hreinsuðum hundasúrum
 • 1 msk vanilludropar

Aðferð

 1. Settu jógúrtið og hundasúruna í matvinnsluvél og maukaðu vel.
 2. Þeyttu rjómann og blandaðu sykrinum og vanilludropunum saman við.
 3. Veltu þessu tvennu saman og settu í ísvél ef slíkt er til taks.
 4. Annars bara í frystinn með þetta og hræra upp í 2-3 sinnum með gafli. 
 5. Sneiðið rabbabarann í 4 cm bita.
 6. Leggið hann og allt hráefnið í ofnfast mót með álpappír yfir inn í ofn á 175c í 20 mínútur eða þar til hann er eldaður og dettur ekki í sundur.
 7. Þá takið þið álpappírinn af og stingið undir grillið í 5 mínútur.

Berið fram saman og njótið!


Sónó veitingastaðurinn er opin frá föstudegi kl. 18:00-22:00 til sunnudags kl. 17:30-22:00.
Panta má borð hjá dineout.is eða sonomatseljur.is


Ljósmyndir birtar með leyfi eigenda Sono

Kjúklingabaunaréttur sem tryllir bragðlaukana

Kjúklingabaunaréttur sem tryllir bragðlaukana

Þessi gómsæti kjúklingabaunaréttur sló í gegn hjá allri fjölskyldunni með mjúkum kókoskeim og framandi kryddum. Rétturinn er stútfullur af trefjum og plöntuvirkum efnum úr lífrænt ræktuðum hráefnum. Einstaklega gómsæt máltíð með hýðishrísgrjónum og ylvolgu Naan...

Ómótstæðileg baunasúpa frá Afríku

Ómótstæðileg baunasúpa frá Afríku

Helena Magneu- og Stefánsdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi myndbandshöfundur og kvikmyndagerðakona í yfir tuttugu ár. Áhugasvið hennar hefur verið mjög fjölbreytt í gegnum tíðina. Hún hefur stundað jóga af mikilli alvöru, rak Kaffi Hljómalind um árabil og einnig...

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Dásamleg eggaldin með döðlum og tómötum

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona leyfir okkur að njóta uppskriftar úr eldhúsinu sínu. Í þetta sinn er það eggaldinréttur. Eggaldin er næringarríkur og góður matur ef hann er eldaður rétt og hentar bæði sem meðlæti og aðalhráefni. Hann er vinsæll með kjöti í...

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Fiskur hefur samkvæmt mörgum rannsóknum jákvæð áhrif á heilabúið í okkur, einnig ónæmiskerfið og hjartað. Kolefnissporið af fiski er einnig mun minna en af en t.d. kjöti (sér í lagi af línuveiddum fiski). Þessi ákveðni réttur er lagaður með 100% hreinum hráefnum úr...

Gulrótarsúpa með engifer

Gulrótarsúpa með engifer

Hér er uppskrift frá henni Hönnu Hlíf að dásamlegri gulrótarsúpu með engifer en eins og við vitum er engiferið allra meina bót, sérstaklega gott fyrir okkur ef við erum með kvef eða aðrar pestir yfir vetrarmánuðina. Súpan er er sannkallað sólskin á að líta,...

Veganúar dró dilk á eftir sér

Veganúar dró dilk á eftir sér

Í haust átti sér stað ákveðin hugarfarsbreyting sem hefur verið að fæðast innra með mér í langan tíma, en ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að horfast í augu við hana fyrr. Viðhorfsbyltingin eins og ég kýs að kalla hana var tengd almennu mataræði en undanfarin...

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Kjúklingabauna rétturinn Chana masala

Þessi réttur er einstaklega viðeigandi og notalegur á köldum vetrardögum en hann er bæði kryddaður með engiferi og chilli ásamt dásamlegri indverskri kryddblöndu og ætti þessi máltíð að senda heita strauma um kroppinn sem okkur veitir svo sannarlega ekki af hér í...

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja

Leit mín að betri líðan og bættri heilsu hefur leitt mig inn á ótrúlegustu slóðir í gegnum tíðina og stundum alla leið út fyrir landsteinana þar sem aðgengi að ýmsum náttúrulegum efnum á Íslandi er frekar takmarkað. Þannig hef ég reynt allar mögulegar leiðir og...

Graskerssúpa með reyktum keim

Graskerssúpa með reyktum keim

Grænkerinn Hanna Hlíf býður hér uppá dásamlega graskerssúpu sem verður ekki amalegt að gæða sér á þegar haustið er að koma og það kólnar í veðri. Þá er dásamlegt að fá ilmandi súpu sem yljar kropp og sál. 1 lítið grasker (butternut), u.þ.b. 300 grömm 1 msk. olía 3...