Velferð fyrir alla

Velferð fyrir alla

23.04.2019 | Samfélagið

Fátækt á Íslandi snertir stærri hóp en við viljum trúa. Það er þungbær staðreynd að fjöldi fólks á Íslandi býr í dag við mjög erfið efnahagsleg skilyrði og húsnæðisvandinn er þar einn stærsti áhrifavaldurinn. Matarkostnaður hér á landi er auk þess allt of hár miðað við meðaltekjur og í samanburði við nágrannalöndin. Meðan við bíðum eftir að stjórnmálamenn leysi úr málum missum við unga fólkið okkar úr landi sem ekki sér fram á að reka heimili á Íslandi við þessar aðstæður. Kostnaðurinn við að búa hér á landi er einfaldlega allt of hár fyrir meðaltekjufólk hvað þá láglaunafólk. Öll hljótum við að kjósa að búa í samfélagi þar sem fólk lætur sig aðrar manneskjur varða. Það er því einkennilegt að fylgjast með hvernig þróunin í efnahagslífinu hefur verið eftir hrun og nú með vinstri flokk við stjórn.

Umrætt hrun bitnaði hvað verst á lág- og millitekjufólki og í dag rúmum áratug síðar er mikill fjöldi fólks fast í gildru húsnæðisleysis og fátæktar. Sjálf þekki ég mörg dæmi um vel menntað fjölskyldufólk af hinni svokölluðu „millistétt“ sem nær ekki endum saman og getur ekki veitt fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Einstæðir foreldrar eiga erfitt með að standa undir afborgunum af íbúðum sínum fyrir utan þann hörgul á húsnæði sem ríkir og okurverð á leiguíbúðum. Talað er um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna en staðreyndin er sú að fæstir í þessari stöðu hafa efni á því að vera „bara“ í fullri vinnu. Félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar þessa ástands eru mjög neikvæðar og ætti að snerta okkur öll sem búum í þessu landi. Staða húsnæðismála í Reykjavík er sérlega slæm, bæði hvað varðar kaup- og leiguverð sem er himinhátt og ekki lengur fyrir meðaljóninn að ráða við. Einnig hefur skortur á húsnæði lengi verið vandamál og sér enn ekki fyrir endann á því þó fyrirheitin séu mörg og fögur. Sárast er að horfa upp áhrifin sem þetta ástand hefur á börn sem lifa við fátækt á Íslandi og lenda í þeirri stöðu að vera á hrakhólum með foreldrum sínum.

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef og Barnaheill kemur í ljós að fátækt og ójöfnuður barna hefur aukist töluvert frá hruni og jafnframt að tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, séu helsti áhrifaþáttur barnafátæktar.
Þessu þarf að breyta!

Samkvæmt barnasáttmála sameinuðu þjóðanna eiga öll börn óháð fjölskylduaðstæðum rétt á jöfnum tækifærum til þess að vaxa, dafna og þroskast. Ef við sem samfélag tryggjum að öll börn sitji við sama borð verður það meiri hvatning fyrir alla að nýta þau tækifæri sem lífið gefur. Þannig aukum við metnað hjá ungu fólki til þess að standa sig bæði í lífi og starfi. Samfélagið verður ríkara af mannauði sem mun styrkja og efla þjóðfélagið. Okkar ber fyrst og fremst skylda að vernda börnin og tryggja þeim mannsæmandi líf. Lengi má vona að stjórnvöldum takist það en á meðan svo er ekki verður að koma því skýrt á framfæri frá sem flestum og krefjast ásættanlegra úrbóta sem allra, allra fyrst.

Kristjana Björg Sveinsdóttir


Ljósmynd:  John-Mark Smith

Um ofbeldi og áfallabyrði

Um ofbeldi og áfallabyrði

Í íslenskum fréttum hefur á undanförnum mánuðum mikið verið rætt um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi. Sérfræðingar hafa stigið fram og lýst yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Það er ljóst að nú er ennþá brýnni þörf á því að bregðast við með auknum forvörnum og...

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Við heyrum stundum sagt að besta leiðin til að bregðast við ýmsu sem aflaga fer í lífinu sé að „sleppa takinu“ eða í fleirtölu að sleppa tökunum. Persónulega finnst mér best að nota „að sleppa takinu“ því það er eitthvað sem ég tengi við.  Að sleppa takinu hljómar í...

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Að vera sérfræðingur í eigin heilsu

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina “Á eigin Skinni” sem er afrakstur áratugar vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi...

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

Hvað er sjálfsvirðing? Í hverju felst hún? Á hverju byggist hún? Hvaða máli skiptir að hafa sjálfsvirðingu? Er sjálfsvirðing það sama og sjálfsmynd? Um hvað erum við að tala þegar við notum orðið sjálfsvirðing? Jú, ætli við vitum ekki flest hvað sjálfsvirðing er, eða...

Halló gerandi!

Halló gerandi!

 Þú veist kannski ekki af því að þú ert að beita ofbeldi. Varst jafnvel sjálfur beittur ofbeldi. Kannski ertu orðinn svo samdauna því að níðast á öðrum að þú þekkir einfaldlega ekkert annað. Kannski varðstu fyrir heilaskaða eða þjáist af persónuleikatruflun og getur...

Tinder fyrir lofaða

Tinder fyrir lofaða

Pistlahöfundur vikunnar er engin önnur en Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Fyrir 20 árum byrjaði Ragga að fjalla um kynlíf í fjölmiðlum og fékk mikla athygli fyrir  sína fræðandi, skemmtilegu og hispurslausu pistla. Þessi...

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Ég er ekki fórnarlamb þótt ég sé þolandi ofbeldis

Það að ég sé þolandi ofbeldis gerir mig ekki að ævilöngu fórnarlambi, veiklynda, minnimáttar, eða ónýta á einhvern hátt. Sú fullyrðing sem sumir nota um að nauðgun sé sálarmorð á ALDREI rétt á sér. Þvert á móti er hægt að verða fullkomlega heil manneskja að nýju. Ég...

Efnahagsleg heilsa

Efnahagsleg heilsa

Að njóta góðrar almennrar heilsu krefst þess ekki einungis að við hlúum að okkur á líkama og sál því þær fjárhagsaðstæður sem við lifum við spila þar veigamikið hlutverk. Það þarf ekkert að ræða nauðsyn þess að eiga efni á fullkominni heilbrigðisþjónustu eða lyfjum...

Hvers virði er orðsporið?

Hvers virði er orðsporið?

Orðið baktal hefur oft verið mér hugleikið en aldrei eins mikið og á undanförnum mánuðum þar sem ég hef eytt töluverðum tíma í vangaveltur um þetta krabbamein í mannlegum samskiptum. Ástæðan var aðallega sú að allt í einu fannst mér þessi meinsemd svo áberandi í...